miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Bloggleikurinn Blauta tuskan

Fyrst fannst mér bloggleikurinn Blauta tuskan asnalegur og kjánalegur (kommentaðu og ég tilfæri þrennt neikvætt um þig), en núna langar mig afskaplega mikið að taka þátt í honum á öllum vígstöðvum, en ég þori ekki. Ef ég bæði einhvern að kommenta hjá mér gæti ég ekki haldið aftur af mér. Þá verðið þið stelpan sem ég hitti í Árnagarði. Og það vill það enginn.

Hvernig halda menn áfram að vera vinir eftir: „Hey, Gunni, það er oft hlandlykt af þér.“ Ekki að ég sé að segja að þetta eigi við um vini mína (sko, strax kominn í ógöngur) en þetta yrði eiginlega of flókið. Mannleg samskipti ráða bara ekki við svona bloggleiki.