sunnudagur, febrúar 26, 2006

Omnipotens

Ég var að dæla tónlist inn á tölvuna mína frá kl. 19-05 í gærkvöldi/nótt. Mér finnst eins og mér sé allt vald gefið á himni og jörðu. Eða hver annar en Guð getur borið saman fraseringar á sama staðnum í Winterreise hjá þremur mismunandi söngvurum á jafnmörgum sekúndum, og hafnað þeim öllum hlæjandi nema Dieskau sem er fullkominn, hvort sem það er með Jörg Demus eða Gerald Moore? Hahahahahahahaha.