föstudagur, febrúar 24, 2006

iPod iPod iPod

Skyndilega hefur gripið mig óstjórnleg löngun í iPod til að safna saman 70 mismunandi útgáfum af Messíasi að bera saman. Svo langar mig líka í iTalk með þessu og útvarpssendi til að hlusta á gripinn í bílnum og í Bang og Olufsen. Möguleikarnir eru óþrjótandi. Óþrjótandi segi ég.

Hins vegar langar mig í ný heyrnartól. Keypti mér meðalstóra Sony-heddfóna í haust á 9.000 kall, og stólaði á vörumerkið. Það reyndist glapræði. Heyrnartólin eru ógeð. Sóló píanó hljómar frekar eins og barinn ruslatunnubotn á torgi í Kingston en Bösendorfer í hátimbruðum sal. Þess vegna hef ég ákveðið að hætta notkun þeirra, sýta ekki þessar 9.000 krónur og kaupa mér Sennheiser-tól á 11.000 kall.

Kunna lesendur heilt að ráða?