mánudagur, mars 06, 2006

Hið auma undorn

Ég get ekki gert neitt fyrir hádegi á daginn. Ég er ekki morgunmaður. Ég er kvöld- og næturmaður, þá geri ég hlutina. Helvítis dagur. Almenn vinna í landinu á ekki að hefjast fyrr en eftir hádegi. Helvítishelvíti. Sömuleiðis kúrsar; þeir sem eru kenndir fyrir hádegi hljóta að vera vanhelgir á einhvern hátt.

Og hvaða helvítis mynd er Crash? Mér er alveg sama því ég fer aldrei í bíó. Það er algengur misskilningur að það sé gaman í bíó. Það er dýrt, þú stjórnar ekki sjálfur sýningunni, viðurgjörningur í nammisölunni er á okurverði, það er annað fólk í salnum sem þér er illa við og hagar sér kjánalega, þú hefur ekkert aukaefni til að skoða, þú getur ekki setið við borð og etið appelsínu meðan fylgst er með, það er kalt í salnum, starfsfólk í bíó er undantekningalaust heimskar smástelpur. Aðalókosturinn hlýtur samt að vera heimska fólkið sem er í salnum með þér.