Horn, anakrónismi og annað horn
Á árshátíð eru íslenskunemar víttir af meðbræðrum sínum fyrir ýmislegar skemmtilegar smásakir. Felst refsing í einu af tvennu eða hvorutveggja saman: að lepja dauðann úr skel (súpa brennivín úr skel sem væntanlega fannst við skólpstöðina á Ægisíðu) eða kneyfa horn (drekka vífilfellskan Lager-bjór úr myndarlegu horni á silfurfæti).
Á árshátíðinni fyrir tæpum tveimur vikum var ég víttur, en gleymdi á samri stund fyrir hvað sakir ölvunar. Aðspurður sagði dr. phil. Jóhannes Gísli Jónsson aðjúnkt að ég hefði verið víttur fyrir hvað ég væri „djöfull leiðinlegur“. Ég er ennþá að ná mér, Jóhannes Gísli.
En að rútuferð lokinni varð mér hugsað yfir aldirnar sem skilja mig og félaga minn Hlégest Holtason, brá mér afsíðis á klósett Hótel Sögu og risti djúpt í klósettþilið: „Eka AtalaR horna knaufiðo.“
Þessi áletrun mun reynast fræðimönnum framtíðarinnar óleysanleg ráðgáta.
Á árshátíð eru íslenskunemar víttir af meðbræðrum sínum fyrir ýmislegar skemmtilegar smásakir. Felst refsing í einu af tvennu eða hvorutveggja saman: að lepja dauðann úr skel (súpa brennivín úr skel sem væntanlega fannst við skólpstöðina á Ægisíðu) eða kneyfa horn (drekka vífilfellskan Lager-bjór úr myndarlegu horni á silfurfæti).
Á árshátíðinni fyrir tæpum tveimur vikum var ég víttur, en gleymdi á samri stund fyrir hvað sakir ölvunar. Aðspurður sagði dr. phil. Jóhannes Gísli Jónsson aðjúnkt að ég hefði verið víttur fyrir hvað ég væri „djöfull leiðinlegur“. Ég er ennþá að ná mér, Jóhannes Gísli.
En að rútuferð lokinni varð mér hugsað yfir aldirnar sem skilja mig og félaga minn Hlégest Holtason, brá mér afsíðis á klósett Hótel Sögu og risti djúpt í klósettþilið: „Eka AtalaR horna knaufiðo.“
Þessi áletrun mun reynast fræðimönnum framtíðarinnar óleysanleg ráðgáta.
<< Home