fimmtudagur, maí 18, 2006

Evrósöngvó

Ég er á bömmer. Pizzan, kókið og snakkið sem við útveguðum var greinilega allt til einskis. En svona í alvöru talað, þá klúðraði Ágústa þessu frekar mikið. Hún var svo andstutt að hún gat ekki sungið. Og svo hefur þetta fokkjú-dót ábyggilega ekki hjálpað til. Allir Sigmarar-Guðmundssynir hinna landanna hafa rakkað hana niður í Kastljósunum sínum. Mér finnst Silvía Nótt ekki lengur fyndin. Hún brást mér.