fimmtudagur, maí 18, 2006

Ég kann ekki við þetta orðalag

Af hverju að „setja fram“ kenningu? Af hverju er þetta bundið við þennan eina verknað? Það setur enginn neitt fram nema kenningar. „Ég setti fram mjólkurfernuna.“ „Ég setti fram brandarann.“ „Haha Atli settu fram brandara.“ Óviðfelldið orðalag einhvern veginn. „Seeeeeeeetja fram kenningu.“ Slepjulegt. Tilgerðarlegt eins og í heimskulegri og andlausri bókmenntafræðiritgerð eftir vitleysing sem finnst „setja eitthvað fram“ gáfulegasta orðaruna í heimi.