fimmtudagur, maí 04, 2006

Konformismus?

Eyrnatapparnir sem ég nota við lesturinn eru orðnir viðbjóðslega skítugir. Og lykta illa. Þeir eru úr gulu frauði sem kemst samanþjappað inn en tútnar út.

Í prófi um daginn sá ég skynsaman lögfræðinema á skjön við samfélagið sem mætti með stóreflis traktorsheyrnarhlífar og leysti prófið í friði og spekt. Ég hugsaði alvarlega um það í nokkrar sekúndur að kaupa mér svoleiðis en svo uppgötvaði ég að það væri ekki hægt vegna þess að ég vildi ekki stinga í stúf. Ég vil svo mikið vera eins og allir hinir.