fimmtudagur, maí 04, 2006

Greiðslumat

Er ég í greiðslumati? Já. Stóðst ég greiðslumatið? Já. Finnst mér afkáralegt að vera í greiðslumati? Já. Er hægt að snæða greiðslumat? Nei. Les ég núorðið viðskiptablað Morgunblaðsins? Já. Veit ég hvert eiginfjár Landsbankans er? Já. Veit ég að samanlagt eiga bankastjórar KB-banka 8,7 milljarða virði af hlutabréfum í bankanum? Já. Öfunda ég þá af því? Já. Veit ég hvernig þeir öfluðu sér þessa penings? Nei.

Verður margur af aurum api?

Já.