þriðjudagur, apríl 25, 2006

Prison Break

Þegar Abruzzi ákvað að treysta T-Bag í síðustu viku og stinga hann ekki á hol lamdi ég í vegginn af alefli og öskraði: ÞÚ GETUR EKKI TREYST HONUM HELVÍTIÐ ÞITT!!!!! Og síðan skar T-Bag hann á háls. Þessir þættir eru meira spennandi en andskotinn sjálfur. ÞEIR KOMAST ALDREI ÚR ÞESSU HELVÍTIS FANGELSI! Stundum nær söguvitundin völdum á mér og ég ímynda mér að svona hafi fólki liðið á kvöldvökunni undir rímum af fornköppum.