sunnudagur, apríl 09, 2006

Hnignun menningarinnar

Menn segja að föstudagurinn langi hafi verið versti dagur ársins þegar útvarpið ríkti einrátt yfir landinu. Þá var allt lokað og spiluð sorgartónlist allan daginn. Og ekkert opið og ekkert við að vera. Þetta hafi stuðlað að vondu mannlífi.

Þessu er ég í meginatriðum ósammála. Föstudagurinn langi er hryggðardagur. Þá á allt að vera lokað og þá á að spila sorgartónlist í útvarpinu. Hippaónytjungarnir sem fóru að opna búðir á föstudaginn langa, dansa á skítugum skemmtilókölum og umfram allt stofnuðu léttúðugar útvarpsstöðvar til að eyðileggja hryggðardaginn munu finna óvin sinn í háum stafla af barokktónlist í moll og jarðarfararmörsum sem ég hef á skrifborðinu mínu og verður leikinn í Ríkisútvarpið 14. apríl næstkomandi.