fimmtudagur, mars 30, 2006

Leynir

Í kaffistofu Árnagarðs er búið að koma fyrir risastórum straumlínulöguðum skáp úr krómuðu stáli. Á honum blikka margir lcd-skjáir. Allur þorri nemenda telur að hér sé um að ræða kæliskáp undir matvöru. En það er ekki rétt. Í þessum skáp, sem heitir Jón Helgason, eru geymdar Konungsbók Eddukvæða og Flateyjarbók. Hugsunin er sú að þegar gerð verður sprengjuárás á Árnagarð, þá komist þær undan, enda gruni ræningjana ekki að bækurnar sé að finna í kaffiteríunni aftan við muffinsið.