þriðjudagur, mars 28, 2006

Atli verður Björn Rúnar Egilsson

Mig langar að fara til Rómar að læra samtalslatínu í Háskóla Gregoríusar páfa hjá föður Reginald Foster.

Ég gæti tekið eitt ár í engu nema latínu við Háskóla Íslands (þótt það bryti ýmis prinsíp sem ég hef), síðan sex vikna sumarnámskeiðið sem Reginaldus býður upp á, og síðan eitt eða tvö háskólaár í Róm. Eða ætti ég að sleppa einu ári í HÍ? Er hægt að fá Gregor metinn inn í íslenskt BA-próf? Ég er ekki viss um að ég vilji taka heilt BA-próf á Ítalíu, ef það er þá yfirleitt hægt, sem ég efa.

Eftir stendur að ég nenni ekki að læra frönsku lengur, ég ætla að læra ítölsku og latínu á Ítalíu.