laugardagur, apríl 01, 2006

Málfarslegt ósætti

Nú fyrir stundu hringdi í mig Xur Xursson og sagði efnislega að orðið hvalaskoðun ætti að bera fram með önghljóði í framstöðu en ekki lokhljóði eins og ég gerðist sekur um. Ég er hjartanlega ósammála því.

Í málfarsfréttum er það helst að á Austurlandi er tækt að segja um símaviðskipti milli manna 'ég náði um hann' þegar átt er við 'ég náði í hann'. Norðlendingar segja 'ég náði á honum'.