laugardagur, apríl 29, 2006

Taking crap from other people

Ég hef sjaldan fengið jafn ofsafengin og ofstækiskennd viðbrögð við nokkurri hugdettu og þeirri að fara á sjóinn. Menn hella sér yfir mig unnvörpum og frussa á mig bókstaflega. Í þessu gamla sjósamfélagi.

Ótrúlegt að þegar ungur maður segist vilja fara á sjóinn þá láta allir eins og hann hafi sagt: Ég ætla að myrða ömmu mína með sveðju og sturta henni í klósettið.

Nú er eitt af tvennu til í þessu: 1) Þið haldið að ég sé að grínast. Nei, ég er ekki að grínast. Ég hef gaman af þjóðlegri erfiðisvinnu. Og líka miklum peningum. 2) Þið haldið að ég geti þetta ekki. Það er rangt hjá ykkur, ég er stórbyggður og vann þjóðlega erfiðisvinnu í sveit í tvö sumur með almennum og góðum árangri.

Walter Benjamin hefði sagt að þessi ofstækisfullu viðbrögð væru varnarviðbrögð valdhafanna (les: þeirra sem eru í útgerðarklíkunni). Ég læt þau sem vind um eyru þjóta því ég ætla að skrifa mannkynssöguna.