þriðjudagur, júní 21, 2005

Bara eitt enn, svo skal ég hætta

Klukkan er 13:29. Atli Freyr mætir útvarpsstjóra í anddyri Útvarpshússins.

Útvarpsstjóri: Blessaður.
Atli Freyr: Blessaður.
Útvarpsstjóri (æpir úr fjarlægð, kominn fram hjá): ÞÚ STENDUR ÞIG VEL SEM ÞULUR!
Atli Freyr (æpir glaðhlakkalega): Þakka þér fyrir.

Þetta er nú eiginlega in the bag núna. Allt þetta gæti hins vegar verið teygja sem strekkist á uns Pétur Pétursson hringir í mig og hún slitnar. Allsvakalega. Frá því verður sagt á þessum vettvangi ef af verður.