mánudagur, febrúar 21, 2005

Siðleysi

Að eðlisfari er ég ekki stjórnlyndur maður í siðferðisefnum. Menn mega gera hvað sem þeir kjósa við sjálfan sig eða aðra í einrúmi svo framarlega sem það skaðar mig ekki og allir viðstaddir eru samþykkir verknaðinum.

Þess vegna er ég fylgjandi lögleiðingu fíkniefna. Ef fólk kýs að drepa sig á fíkniefnum þá má það gera það mín vegna.

En þess vegna er ég á móti óbeinum reykingum. Fólki sem telur að það megi kveikja sér í í námunda við mig á almannafæri skjöplast hrapallega. Ríkisvaldið á að veiða slíka ömurðarslordóna í net á götum úti og blóðmerja hold þeirra undir járnhæl sínum. Fólk sem telur sig hafa leyfi til að reykja á almannafæri er siðblint og gallað í sálinni.