miðvikudagur, júlí 04, 2007

Hvað eru mörg r í því?

Ég var að horfa á þýskar sjónvarpsfréttir áðan og sá viðtal við Guido Westerwelle, formann Frjálsra demókrata. Mér fannst hann hljóma undarlega, hafa einhvern hreim eða tónfall sem ég kannaðist ekki við. Ég fór á Wikipediu og komst að því að hann ólst upp á svæðinu í Nordrhein-Westfalen þar sem ég átti heima 2002, sem er svona frekar standardþýsku-óríenterað svæði. Ekki var það skýringin. Skýringuna á þessu var samt að finna aðeins neðar á Wikipediu-síðunni.