föstudagur, október 10, 2008

Sehr geehrte Damen und Herren.

Thad er ekki gaman ad vera staddur i utlöndum, tho ekki nema i Thyskalandi, og hringja heim og thegar klinkid klarast heyrir madur: "Allir bankarnir eru farnir a hausinn, og Gordon Brown greip til adgerda gegn Islendingum med visun i hrydjuverkalög og thad er allt ad fara til an ..." *krrrrrrssssssssssssss bíb bíb bíb bíb*.

Og eftir stendur madur i tikallasima Deutsche Telekom fyrir framan husid thar sem Philipp Melanchton fattadi ad pafinn vaeri i raun sjalfumgladur faviti, og heldur ad eyjan manns se i sae sokkin.

HVAD ER AD GERAST?

Frelsisinneignin min er buin, eg er ekki kominn med thyskt numer, eg er ekki enn kominn med internet heima i herberginu minu, eg er ekki med sjonvarp. I Schwäbisches Tagblatt er ekki ad finna frettir af brennandi smarikjum, heldur einungis upplysingar um nyt i kum og lesendabref fra reidum professorum sem motmaela thvi harkalega ad Troja hafi i raun verid i Kilikiu.

En: Eg er med utvarp i simanum minum. Fyrsta fyrirsögn i fyrsta frettatimanum sem eg heyrdi var svona: "Island vor der Pleite - ein ganzes Land am Rande des Staatsbankrotts," eda: "Islendingar blankir - heilt land rambar a barmi gjaldthrots".

Eg for ad hitta fulla Thjodverja um daginn og nefndi land mitt. "Ach ja, das Land mit der Finanzkrise?" var svarid. Vidkomandi vissi ekki hver Björk var, hafdi aldrei heyrt um álfa. Nei. Finanzkrise. Thetta hefur vist verid i sjonvarpinu dag eftir dag.

Hversu hátt og hratt getur ein thjod fallid?

Eg held ad naesta aratuginn muni Passiusalmar Hallgrims Peturssonar seljast i bilförmum. I fyrsta sinn sidan a dögum pietisks retttrunadar a 17. öld munu Islendingar hafa raunverulega thörf fyrir ad hugleida syndir sinar og brot, refsingu vid theim og blódskuld og bölvan stranga (haha, nu er haegt ad kalla husnaedislan og erlend myntkörfulan a Islandi "blódskuldir", sko Hallgrim).

I fyrsta sinn sidan a 17. öld tharft thu ad idrast, thu thjod sem lest glepjast af vixlurum, og greida blódskuld thina.

Hedan er annars allt gott ad fretta.