Farið þér í
Ég er endanlega hættur að nenna að læra inn á félagslegu núansana í þessu blessaða þýska þéringakerfi.
Maður veit aldrei hvenær þéringar eiga við og hvenær ekki. Í líkamsræktinni þérar mann enginn (af því að það er svo hipp og kúl staður), en ef maður myndi hitta sama mann í bankanum tíu mínútum seinna myndi hann þéra mann (af því að það eru opinberar og alvarlegar kringumstæður).
Hvernig sker maður úr um það hvað eru alvarlegar kringumstæður og hvað eru ekki alvarlegar kringumstæður (sem mér skilst að skeri úr um það hvort þéringar eru viðeigandi eða ekki)? Af hverju er líkamsrækt minna opinber staður en banki?
Ég ætlaði að vera mjög sniðugur þegar ég sendi prófessornum mínum ímeil: Sehr geehrte Frau Dr. Lærdómstitill Heiðursgráða X. Hún svaraði með „Hallo“. Mjög, mjög óformlegt.
Ég taldi mig hafa lært sitthvað á þessu. Sendi þess vegna ímeil til lægra setts stjórnvalds í háskólanum og hóf hann óformlega á „Hallo“. Svarið hófst á þvílíkri þéringaromsu og var að öðru leyti í svo uppskrúfuðum kurteisisstíl að ég hef aldrei séð annað eins. Viðtakandinn var greinilega mjög utilfreds með virðingarskortinn sem honum hafði verið sýndur.
Jafnaldrar í skólanum eiga að þúast, ég hef ekki enn praktíska reynslu af því hvort ég ætti að þéra mér mjög eldri samstúdent. Ég býst við að til móðgana og misskilnings af þeim sökum komi bráðum.
Kennara ber að þéra, nema þá kennara sem eru svo nýmóðins að þeir þúa nemendur og ætlast til að vera þúaðir. Nema þeir hafa aldrei fyrir því að bjóða nemendum dús formlega, heldur ætlast til að þeir skynji það á undan.
Mín skoðun er þessi: Annaðhvort á að þéra alla alltaf, eða engan nokkurntíma. Ég er ekki með þetta höflígheðs-kerfi forritað í mig frá fæðingu eins og innfæddir og vil vera undanþeginn því. Nema þá þyrfti ég að ganga um með skilti á mér: „ÉG ÆTLA EKKI AÐ ÞÉRA ÞIG.“
Ég er endanlega hættur að nenna að læra inn á félagslegu núansana í þessu blessaða þýska þéringakerfi.
Maður veit aldrei hvenær þéringar eiga við og hvenær ekki. Í líkamsræktinni þérar mann enginn (af því að það er svo hipp og kúl staður), en ef maður myndi hitta sama mann í bankanum tíu mínútum seinna myndi hann þéra mann (af því að það eru opinberar og alvarlegar kringumstæður).
Hvernig sker maður úr um það hvað eru alvarlegar kringumstæður og hvað eru ekki alvarlegar kringumstæður (sem mér skilst að skeri úr um það hvort þéringar eru viðeigandi eða ekki)? Af hverju er líkamsrækt minna opinber staður en banki?
Ég ætlaði að vera mjög sniðugur þegar ég sendi prófessornum mínum ímeil: Sehr geehrte Frau Dr. Lærdómstitill Heiðursgráða X. Hún svaraði með „Hallo“. Mjög, mjög óformlegt.
Ég taldi mig hafa lært sitthvað á þessu. Sendi þess vegna ímeil til lægra setts stjórnvalds í háskólanum og hóf hann óformlega á „Hallo“. Svarið hófst á þvílíkri þéringaromsu og var að öðru leyti í svo uppskrúfuðum kurteisisstíl að ég hef aldrei séð annað eins. Viðtakandinn var greinilega mjög utilfreds með virðingarskortinn sem honum hafði verið sýndur.
Jafnaldrar í skólanum eiga að þúast, ég hef ekki enn praktíska reynslu af því hvort ég ætti að þéra mér mjög eldri samstúdent. Ég býst við að til móðgana og misskilnings af þeim sökum komi bráðum.
Kennara ber að þéra, nema þá kennara sem eru svo nýmóðins að þeir þúa nemendur og ætlast til að vera þúaðir. Nema þeir hafa aldrei fyrir því að bjóða nemendum dús formlega, heldur ætlast til að þeir skynji það á undan.
Mín skoðun er þessi: Annaðhvort á að þéra alla alltaf, eða engan nokkurntíma. Ég er ekki með þetta höflígheðs-kerfi forritað í mig frá fæðingu eins og innfæddir og vil vera undanþeginn því. Nema þá þyrfti ég að ganga um með skilti á mér: „ÉG ÆTLA EKKI AÐ ÞÉRA ÞIG.“
<< Home