þriðjudagur, janúar 20, 2004

Tvö atriði hafa orðið mér til mikillar pirringar síðustu daga:

1. Í gær fékk ég mér pylsu á bensínstöðinni við Þjóðarbókhlöðuna. Hún bragðaðist eins og öskubakki, grínlaust.

2. Í tvo daga hef ég leitað dyrum og dyngjum að armbandsúrinu mínu sem ég taldi týnt. Fyrir stundarfjórðungi eður svo fann ég það undir pappírssnepli við hliðina á tölvunni minni.

Takk fyrir.