þriðjudagur, maí 11, 2004

Hvernig umhorfs ætti að vera á Íslandi

Ég styð inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Reyndar tengist sá stuðningur minn ekki því sem flestir sjá í hillingum varðandi inngöngu í þennan ágæta selskap. Ég hef nefnilega það langtímamarkmið að þýska verði tekin upp sem stjórnsýslumál á Íslandi og finnst að innganga í Úníonið sé skref í þá átt.

Síðan var ég að gera mér grein fyrir að ég er líka konungssinni og styð persónusamband Íslands við Danakonung. Ég þarf að gerast fjelagi í Konunglega fjelaginu bráðum.

Ég held að ég hefði kunnað ágætlega við mig í Slésvík-Holstein árið 1800.