þriðjudagur, maí 31, 2005

Varhugargjöld: Í færslu þessari er málalyktum í myndaflokknum Lost lýst ítarlega

Hvers eigum við áhorfendur að gjalda? Þetta fannst mér snautlegur kliffhanger. Að láta þau sprengja upp hatsið loksins, og síðan lýkur fyrstu þáttaröðinni á einhverju pani niður stiga? Auk þess gerðist ekkert markvert í síðustu fjórum þáttunum. Ekki neitt. Og hvaða helvítis fólk er þetta sem virðist ráða þessari eyju? Og af hverju eru þau svona sólgin í börn? Og af hverju eru gömul þrælaskip föst uppi á landi þarna? Ohhhhhhhhhh. Djöfull.