föstudagur, desember 12, 2008

Klósettgæslukona, vilt þú sjá passann minn?

Ég keypti mér lestarmiða til Zürich í Sviss gagngert til að geta sýnt brúnaþungum schweizerdeutschkum landamæraverði vegabréfið mitt, en komst að því að nokkrum klukkustundum áður mun Sviss hafa gengið í Schengen og landamæraeftirlit í Evrópu hafa lagst af til eilífðarnóns.

Vegna þessa er ég ósáttur.

Sömuleiðis vegna þessara ógeðslegu stjörnuveitinga hér fyrir neðan, sem komið var fyrir að mér fornspurðum, væntanlega af illum bankamönnum sem nú vilja einnig gera netheima óbyggilega.