mánudagur, október 20, 2008

Þessu tengt eða Novaya Islandiya

Viðskiptablaðamaður benti mér á þessa grein í virðulegasta dagblaði Noregs. Þar má lesa eftirfarandi um málefni Íslands: „I løpet av helgen har både Frp-leder Siv Jensen og Høyre-leder Erna Solberg uttalt at Norge må hjelpe nabolandet i øst.“

Nú má benda á að næsta eyja í austur frá Noregi er rússneska eylandið Novaya Zemlya. Það hefur verið notað sem test site fyrir rússneskar kjarnorkusprengjur í áranna rás.

Táknrænn misskilningur.