Haha, feis!
„Með riti því, er nefnist »Rannsókn hinnar hreinu skynsemi« komum vér að fyrsta afreksverki Kants. Hann var 11 ár að hugsa út rit þetta og reit þá lítið annað; en er þessi 11 ár voru liðin, reit hann það niður í flýti á nokkrum mánuðum, og kom það út á 57. aldursári hans eða árið 1781. Sýnir það, hversu síðbært margt af því er, sem síðan er talið til hins ágætasta er mannsandinn á, og víst er um það, að Kant með riti þessu hefir markað tímamót í sögu mannsandans. En það er þó einn galli á gjöf Njarðar. Vegna flýtisins sem það er ritað í og vegna þess hve efnið sjálft er ervitt viðfangs, er framsetningin á því svo þunglamaleg og klönguryrðin í því svo mörg, að varla er unt svo vel sé að lýsa því á mæltu máli, og einmitt þessvegna hefir það náð svo lítilli hylli meðal þeirra manna, er ekki hafa nennu eða getu til þess að brjóta örðug rit til mergjar (bls. 66, innsk. AFS).“
Ágúst Bjarnason. 1906. Yfirlit yfir søgu mannsandans — Nítjánda öldin. Bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar, Reykjavík.
„Með riti því, er nefnist »Rannsókn hinnar hreinu skynsemi« komum vér að fyrsta afreksverki Kants. Hann var 11 ár að hugsa út rit þetta og reit þá lítið annað; en er þessi 11 ár voru liðin, reit hann það niður í flýti á nokkrum mánuðum, og kom það út á 57. aldursári hans eða árið 1781. Sýnir það, hversu síðbært margt af því er, sem síðan er talið til hins ágætasta er mannsandinn á, og víst er um það, að Kant með riti þessu hefir markað tímamót í sögu mannsandans. En það er þó einn galli á gjöf Njarðar. Vegna flýtisins sem það er ritað í og vegna þess hve efnið sjálft er ervitt viðfangs, er framsetningin á því svo þunglamaleg og klönguryrðin í því svo mörg, að varla er unt svo vel sé að lýsa því á mæltu máli, og einmitt þessvegna hefir það náð svo lítilli hylli meðal þeirra manna, er ekki hafa nennu eða getu til þess að brjóta örðug rit til mergjar (bls. 66, innsk. AFS).“
Ágúst Bjarnason. 1906. Yfirlit yfir søgu mannsandans — Nítjánda öldin. Bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar, Reykjavík.
<< Home