mánudagur, maí 30, 2005

Svona eiga menn að vera

From: Andrés Magnússon [mailto:Andres.Magnusson@vbl.is]
Sent: 29. maí 2005 18:19
To: Atli Freyr Steinþórsson
Subject: RE: Röng latína

Atli Freyr:

Þetta er hárrétt hjá þér og náttúrlega skandall að láta svona fara frá sér. Það verður varla að ég þori að fara heim til mín, þar sem ég kemst eiginlega ekki að húsinu mínu án þess að ganga fram hjá heimili Ragnheiðar Torfadóttur, sem vafalaust mun elta mig með strákúst á lofti út úr hverfinu. Mér er ljúf skylda að leiðrétta þetta í næsta pistli mínum og þakka ábendinguna.

Vale!
AM


Haha. Þetta þykja mér farsælar málalyktir.