sunnudagur, júlí 22, 2007

Afsögn

Sendiherra lýðveldisins í Danmörku hringdi í mig og benti mér á að ég hefði lesið svofellda auglýsingu ítrekað: „Herrabuxur, tvær fyrir eina. Herrafataverslun Birgis.“

Ég veit ekki af hverju ég las þetta svona oft án þess að taka eftir einhverju gruggugu. En þetta þýðir greinilega að ég er ekki starfi mínu vaxinn og segi því af mér frá morgundeginum að telja.

Fram að þessari katastrófu hafði ég talið að ég færist öðruvísi, en myndi ekki hanga örendur í herrabuxum. Tvennum. Herrabuxum.


Buxurnar fatölu.