fimmtudagur, september 13, 2007

Bókmenntahátíð

J.M. Coetzee er uppi í pontu að kúka á George W. Bush eins og hann sé Sókrates. Ég fæ sterka og alltumlykjandi tilfinningu að mannkynssagan sé að eiga sér stað fyrir framan nefið á mér. Marina Lewycka og Thor Vilhjálmsson ráfa um hátíðarsalinn því það er ekki til sæti handa þeim. Einar Kárason bendir mér á að veskið mitt hafi dottið á gólfið. J.M. Coetzee segir brandara sem allir hlæja að nema hann sjálfur.