þriðjudagur, október 02, 2007

Ólafur Ragnar: Mörgæsirnar eru vinir okkar, við eigum að stofna til fríverslunar við þær

Annaðhvort er Ólafur Ragnar Grímsson knúinn áfram af kjarnaofni eða það er búið að klóna hann í tíu eintökum, einn fyrir hverja heimsálfu, en einn auka í Bandaríkjunum, á Íslandi og Suðurskautslandinu. Semsagt tveir á Suðurskautslandinu. Alvöru-Ólafur býr með Dorrit í Belgravia og tannburstar sig með kampavíni.