laugardagur, september 29, 2007

Gamalt

Afgreiðslueinstaklingar í bakaríum skilja mig aldrei þegar ég bið um að láta skera snúðinn minn í „fernt“. Þetta hefur valdið mér mikilli sorg og niðurlægingu. Af hverju fjallar Kastljósið ekki um mig? Ha, Þórhallur Gunnarsson, þú sem heilsar mér alltaf á göngunum í vinnunni, lestu ekki bloggið mitt ha? Nei hélt ekki.