laugardagur, júlí 28, 2007

Ekki A þótt ég heiti Atli

Ég er morgunmaður að mjög takmörkuðu leyti. Nú þegar klukkan er þrjú að nóttu og ég þykist heyra fyllerís-óminn af Stál og hnífi einhvers staðar úti í hafnfirskum buskanum, get ég ekki annað en harmað það að ég sé að fara í helvítis vinnuna eftir þrjá tíma á hina ógeðslegu fyrri laugardagsvakt til þess að taka við símtölum frá hlustendum og fyrrverandi starfsmönnum stofnunarinnar að segja mér hvað ég sé mikill fáviti.