Auglýsing
Í gær fékk ég að leika pabba og passa hjalandi smábarn eina dagstund. Það var stórkostlegt í alla staði. Barnið sofnaði þegar ég fór út að keyra það í kerru og var mjög værðarlegt í fanginu á mér þegar inn var komið og tók allri meðferð með jafnaðargeði og stillingu, einnig kennslu í latneskri sagnbeygingu.
Einnig var barnið mjög áhugasamt um Gettu betur-bolinn minn frá 2002 sem ég var í(væntanlega vegna þess hversu góða áru leggur af því keppnisári, svipað og af 2007 vegna þess að eini skólinn í heiminum sem er réttborinn til sigurs vann í hvort tveggja skiptið).
Mig langar í barn. Núna. Áhugasamar skrái sig í kommentakerfið.