sunnudagur, júlí 29, 2007

Hey

Það er nú lágmark að afkynna einleikarann.

laugardagur, júlí 28, 2007

Eníver bött hír

Oaaahhh, mig langar heim að sofa. Eða horfa á Star Trek.
Ekki A þótt ég heiti Atli

Ég er morgunmaður að mjög takmörkuðu leyti. Nú þegar klukkan er þrjú að nóttu og ég þykist heyra fyllerís-óminn af Stál og hnífi einhvers staðar úti í hafnfirskum buskanum, get ég ekki annað en harmað það að ég sé að fara í helvítis vinnuna eftir þrjá tíma á hina ógeðslegu fyrri laugardagsvakt til þess að taka við símtölum frá hlustendum og fyrrverandi starfsmönnum stofnunarinnar að segja mér hvað ég sé mikill fáviti.

fimmtudagur, júlí 26, 2007

Gestkvæmt

Spurning um að fara að þrífa klósettið.

sunnudagur, júlí 22, 2007

Vegna atburða dagsins leyfi ég mér að benda á eftirfarandi

Hægrimenn í Menntaskólanum á Akureyri halda úti heimasíðu. Þeir gefa einnig út flugrit sem hægt er að skoða á síðunni. Uppáhaldssetningin mín úr flugritinu, Vol. II, er: „Á rúmum 10 árum í tíma hægrimanna í ríkisstjórn hafa háskólanemum fjölgað úr 7500 í 17000.“
Afsögn

Sendiherra lýðveldisins í Danmörku hringdi í mig og benti mér á að ég hefði lesið svofellda auglýsingu ítrekað: „Herrabuxur, tvær fyrir eina. Herrafataverslun Birgis.“

Ég veit ekki af hverju ég las þetta svona oft án þess að taka eftir einhverju gruggugu. En þetta þýðir greinilega að ég er ekki starfi mínu vaxinn og segi því af mér frá morgundeginum að telja.

Fram að þessari katastrófu hafði ég talið að ég færist öðruvísi, en myndi ekki hanga örendur í herrabuxum. Tvennum. Herrabuxum.


Buxurnar fatölu.

föstudagur, júlí 06, 2007

This is London calling













Ég kveð í bili.

miðvikudagur, júlí 04, 2007

Meira um þýskar sjónvarpsfréttir

Það er ekkert venjulegt hvað sjónvarpsþulirnir í þýska ríkissjónvarpinu eru óendanlega übersvalir. Þeir tala allir ríkisþýsku, fipast aldrei og stekkur aldrei bros. Rás eitt í sjónvarpi. Útsendingin hefst á því að þeir horfa manndrápsaugum í myndavélina og segja svipbrigðalaust: „Guten Abend, meine Damen und Herren.“ Svo lesa þeir af blaði, en ekki af teleprompter. Það er spurning um trúverðugleika, segir þýska sjónvarpið.

Ahh. Þýskaland.
Hvað eru mörg r í því?

Ég var að horfa á þýskar sjónvarpsfréttir áðan og sá viðtal við Guido Westerwelle, formann Frjálsra demókrata. Mér fannst hann hljóma undarlega, hafa einhvern hreim eða tónfall sem ég kannaðist ekki við. Ég fór á Wikipediu og komst að því að hann ólst upp á svæðinu í Nordrhein-Westfalen þar sem ég átti heima 2002, sem er svona frekar standardþýsku-óríenterað svæði. Ekki var það skýringin. Skýringuna á þessu var samt að finna aðeins neðar á Wikipediu-síðunni.
Simpsons

Á heimasíðu Simpsons-bíómyndarinnar væntanlegu er boðið upp á að raða saman fyrirframteiknuðum líkamshlutum og búa þannig til Simpsons-persónu eftir því sem andinn býður.
Fyrst varð ég sjálfur til, síðan Snæbjörn Guðmundssson og svo Tómas R. Einarsson tónlistarmaður.















þriðjudagur, júlí 03, 2007

Isabella

Þegar ég gekk um í gær, lyfti kaffibollanum á móti vinnufélögunum og óskaði þeim til hamingju með „prinsessuna“, töldu allir sem einn að ég væri að vísa í eitthvert ímyndað barn sem þeir hefðu eignast, en ekki tiltölulega nýfæddan króga og nýskírðan Friðriks 10.

Þetta færði mér heim sanninn um það að orðabókarskilgreining númer 1 á orðinu prinsessa(n) í hugum manna er nú „nýfætt barn“ en ekki „konungsdóttir; kona (meybarn) af konungsætt“. Mig hafði lengi grunað þetta, þetta hefur þegar hent orðið „prins(inn)“. Þetta er ill þróun.