miðvikudagur, apríl 28, 2004

Magister ok kommandör

Nei, heyrðu mig nú. Kemur bara í ljós að Master and Commander er ágætismynd. Síðan er líka fínasta tónlist í henni. Hvað getur verið að mynd þar sem aðalpersónan á í mörgum tvísýnum sverðabardaga undir blaktandi breskum fána en á gott tónlistarfélag við skipslækninn þess á milli og trallar með honum Corelli? Ekki mikið. *** 1/2

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Ljóðarugl

Kommenta-Erlkönig! Stíg á stokk og seg til nafns! Að vera ávarpaður í nafnlausu kommenti er eins og að standa í Gálgahrauni og heyra nafn sitt utan úr nóttinni.

Sko, mér detta nokkrir menn í hug sem gætu hafa þýtt þetta. Magnús Ásgeirsson, Helgi Hálfdanarson, Yngvi Jóhannesson, Matthías Jochumsson, Steingrímur Thorsteinsson og þess vegna Jónas Hallgrímsson. Nei, varla hann. En ég hef keyrt nafn Goethes saman við þessa menn á gegni.is og farið í gegnum allar ljóðaþýðingabækur sem til eru eftir þá á Bókasafni Garðabæjar en ekkert fundið.

Fyrr en ég leitaði í upphöf kvæðanna. Og viti menn. Á bls. 227 í Kvæðasafni, II. bindi, eftir Magnús Ásgeirsson (Helgafell, 1960) er Nýárskvæði 1940 eftir Hjalmar Gullberg. Jullberrrrjjj þessi sænski virðist hafa stælt meistarann örlítið í kvæði sínu því það hljóðar svo:

NÝÁRSKVÆÐI — 1940 —

Hver hleypir í stormi yfir rökkvaðan rein?
Þar ríður faðir með lítinn svein.
Á gangvara ljóðs, við gamalt lag
hið gamla árið fer hjá í dag.

— Hvað óttast þú, barn mitt, er þú sérð?
— Álfakóngurinn var þar á ferð!
— Lauf, sem vindur á veginn ber!
— Þú, veizt ekki, hverju hann lofar mér!

„Mitt ríki er þér opið, ögnin mín!
Ég el þig og klæði og gæti þín,
ef frelsi þitt lætur þú falt við mig.
En færist þú undan, tek ég þig!“

— — — —

Þér hlýðið söng, er þér heyrðuð fyr,
um helreið við yðar bæjardyr.
Og þeim, sem hlustar, mun hvergi rótt.
Hann hlýtur að vaka um slíka nótt.

Hann hlýtur til dags að vaka vel.
Hann veit, að teflt er um líf og hel.
Því röddin ókunna er söm við sig:
„En sértu ekki fús, þá tek ég þig!“

Stórálfar hrópa yfir húmaða storð,
heitingum blandast fögur orð.
Hið gamla árið í nótt varð nár.
Er nýárs að vænta á jörð í ár?

[Ég bætti inn punkti á eftir orðinu nár í næstsíðustu línu. Annars hefði ég þurft að setja [sic] aftan við fyrsta orð í næstu línu til að gefa skýringu á því hvers vegna það væri með stórum staf. Og ekki viljum við það, ha?! Aths. ritstj.]




Það er bókstaflega ALLT til á Bókasafni Garðabæjar, því hér fann ég ljóðabók eftir téðan Gullberg þar sem er að finna kvæðið Nyåret 1942. Ég veit ekki hvers vegna stendur á þessu áramisræmi hjá Magnúsi. Í ljósi heimsviðburða áramótin 1941/42 má gera ráð fyrir að skáldið sé að yrkja um dapurlega heimsmynd sem blasti við honum. Hann velur að leggja út af Goethe, og mætti vel hugsa sér að álfakóngurinn illúðugi sé það Þýskaland sem eitt sinn ól af sér slíkt skáld, en er nú heimkynni mannhatara. Faðirinn væri þá í hlutverki þeirra þjóða sem börðust gegn Þjóðverjum á þeim myrku tímum og sveinninn persónugervingur deyjandi frelsis. Það er fögur túlkun á Goethe og hæfir tilefninu. En hér er kvæðið í heild sinni á sænsku:

NYÅRET 1942

Vem rider så sent i en stormnatts dån?
Der är en far med sin lille son.
Det gamla året rider förbi
i denna visa på känd melodi.

Min son, varför vänder du bort din blick? —
Älvkungen, far, bland träden gick. —
Min son, i lövet blott vinden går. —
Du hör väl, far, de löften jag får? —

»Du kära barn, träd in i min stat!
Jag ger dig pengar och värme och mat,
om bara din frihet åt mig blir såld.
Men är du ej villig, så brukar jag våld!« —
— — —

Jag sjunger en sång som har sjungits förr
om fadern som rider förbi vår dörr.
Och den som lyssnar, får ingen frid.
Han måste vaka i ofredstid.

Han måste vaka till morgonglöd.
Han vet: här gäller det liv eller död.
Ty så har den främmande rösten sagt:
»Om ej du är villig, så brukar jag makt!«

Älvkungar ropar kring mörklagd jord,
och löften blandas med hotande ord.
Der gamla året i graven går.
Har världen ett nyår att vänta i år?




Hér er stykkið á germönsku, og geta menn þá dundað sér við að greina í sundur Goethe, Gullberg og Ásgeirsson:

ERLKÖNIG

Wer reitet so spät durch Nacht und Wind?
Es ist der Vater mit seinem Kind;
Er hat den Knaben wohl in dem Arm,
Er faßt ihn sicher, er hält ihn warm.

Mein Sohn, was birgst du so bang dein Gesicht? —
Siehst, Vater, du den Erlkönig nicht?
Den Erlenkönig mit Kron' und Schweif? —
Mein Sohn, es ist ein Nebelstreif. —

»Du liebes Kind, komm, geh mit mir;
Gar schöne Spiele spiel' ich mit dir,
Manch bunte Blumen sind an dem Strand,
Meine Mutter hat manch gülden Gewand.« —

Mein Vater, mein Vater, und hörest du nicht,
Was Erlenkönig mir leise verspricht? —
Sei ruhig, bleibe ruhig, mein Kind;
In dürren Blättern säuselt der Wind. —

»Willst, feiner Knabe, du mit mir gehn?
Meine Töchter sollen dich warten schön:
Meine Töchter führen den nächtlichen Reihn,
Und wiegen und tanzen und singen dich ein.« —

Mein Vater, mein Vater, und siehst du nicht dort
Erlkönigs Töchter am düstern Ort? —
Mein Sohn, mein Sohn, ich seh' es genau;
Es scheinen die alten Weiden so grau. —

»Ich liebe dich, mich reizt deine schöne Gestalt;
Und bist du nicht willig, so brauch' ich Gewalt!« —
Mein Vater, mein Vater, jetzt faßt er mich an!
Erlkönig hat mir ein Leids getan! —

Dem Vater grauset's, er reitet geschwind,
Er hält in Armen das ächzende Kind,
Erreicht den Hof mit Mühe und Not;
In seinen Armen das Kind war tot.




Svona til að svara þér, Kommenta-Erlkönig, seint og um síðir: Erlkönig hefur verið þýddur á íslensku upp að vissu marki, en eftir að hafa verið trakteraður af Gullberg.

fimmtudagur, apríl 22, 2004

Hefur þú lesið Matsch adu abaut nassing eftir Scheekspier?

Sá ágæti maður Stefán Einar Stefánsson skrifaði svofelld ummæli um Matthías Jochumsson á síðu sína í gær: „Þarna þýddi hann stóru verkin eftir Schakespeare og þarna missti hann tvær fyrri eiginkonur sínar.“

Mér finnst ekkert að því að germanísera hlutina og er því reyndar hlynntur á mörgum sviðum. Þess vegna mæli ég með því að hann gangi alla leið og skrifi í framtíðinni Scheekspier. Mér finnst það miklu flottara.
Skrípókúltúr

Rétt í þessu var ég að komast að því að lagið í teiknimyndaþáttunum um fílinn Nellý sem voru á Stöð tvö í gamla daga er ekkert annað en Lied-ið Der Musensohn, D. 764 eftir Schubert.

Passívur lærdómur í gamla daga, maður.

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Staðreynd

Helmingur aðdáenda Arnalds Indriðasonar kemur hingað inn og biður um bækur eftir ANDRÉS INDRIÐASON.

sunnudagur, apríl 18, 2004

Lárents ríma Fransífótar

Hjartfólgin samúð mín með lágum harmagráti suður á Frankalandi rak mig til að semja Lárents rímu Fransífótar. Hún á að verða 5.244 erindi og slá þannig út Guðmund Bergþórsson og hans aumu Olgeirs rímur danska.

Ég er kominn langleiðina, en erindi 2.173 er með mottó, „Ce n'est pas possible“, og hljóðar svo:

Það fróma Lárents hjartað brast
er birtist honum svarið hvasst
hvert júngfrú honum greiddi fast
sem hagl úr lofti heiðu.

Mikill var Lárents harmur,
Lárents Fransífótar harmur.
Matur

Einhvern tíma á morgun ætla ég á Tommaborgara. Já, það ætla ég.

fimmtudagur, apríl 15, 2004

Stakhanovismi

Ójá. Dimissio-búningar komnir á hreint: glaðlyndir og stakhanovískir (en umfram allt hraustir) sovétverkamenn. Ljósbláar smekkbuxur, uppbrettar skyrtur, sixpensarar og skóflur.

Steðji verður prókúraður sem og hamrar ýmsir. Ætla ég mér að standa við og lýja járn, syngjandi Ínternatsíónalann á rússnesku, milli þess sem ég veifa eldrauðum fána og úthrópa kapítalistana í vestri. Þetta verður grand.

Oh, það yrði bara of flott ef við gætum útvegað gamlan, sovéskan Ínternatsíónal-traktor (slíkir kjörgripir voru einnig kallaðir Nallar) og látið hann draga okkur til roðans í austri eftir húllumhæið fyrir framan skólann!

Talandi um Nalla. Sem stendur er ég að koma alþjóðasöng verkalýðsins Ínternatsíónalanum í gríðarmörgum útgáfum fyrir á disk. Þá er ég að útbúa dreifiblað og önnur kennslugögn sem lúta að orþódoxri rússneskri prónúnsíasjón á því sama lagi. Síðan ætla ég mér að taka 6.A í kennslustund. Það verður sko engin miskunn hjá Magnúsdóttur í þeim únterrícht. ÞAÐ VERÐUR MUNNLEGT PRÓF EFTIR KENNSLUSTUNDINA OG ÞEIR SEM STANDAST ÞAÐ EKKI VERÐA SENDIR Í GÚLAGIÐ!!!!

Og hafið þið það!

miðvikudagur, apríl 14, 2004

Sumir menn eru bara of frægir

Í skriflegu stúdentsprófi í íslensku sem haldið var í Menntaskólanum í Reykjavík í dag (þessir forsetningarliðir voru í boði (já, Í boði) hollenska konsúlatsins í (já, Í!) Blómavali) var 12 stiga ritgerðarspurning um Halldór Laxness. HALLDÓR LAXNESS!

Ef þetta voru ekki auðveldustu 12 stig sem ég hef fengið á gjörvallri skólagöngu minni, þá veit ég ekki hvað. Jesús minn. Talandi um að skrifa upp úr sér! *


* Lesendur taki þessari færslu með þeim fyrirvara að ég hafi fengið 12 stig fyrir spurninguna. Að öðrum kosti verður henni eytt.

laugardagur, apríl 10, 2004

Easter Deformity

Í tilefni hátíðarinnar hefur Ríkissjónvarpið tekið upp á því að skreyta auglýsingar um væntanlega dagskrárliði með páskaunga. Málið með þennan páskaunga er að hann er EINEYGÐUR! EINEYGÐUR!

Páskaunga-kýklops, oj! Hvað kemur á næstu stórhátíð? Einhentur jólasveinn með stómapoka?

fimmtudagur, apríl 08, 2004

Engliscu blóc

Nú wé sculon lufian / liornung-ríces Weard / and fela bóca massian!

föstudagur, apríl 02, 2004

Ef menn skyggnast undir yfirborðið uppljúkast miklir heimar

Þetta á til dæmis við um Vivaldi. Það er stutt síðan ég fór að hlusta eftir bassalínunni í verkum hans, en hún er oftast miklu skemmtilegri en stefið í forgrunni, elegant og taktföst.

Kontrapunktur er sko ekki bara í útvarpinu.