laugardagur, september 29, 2007

Cats That Look Like Hitler


„Volksgenosse kann nur sein, wer deutschen Blutes ist! Miau!“
Gamalt

Afgreiðslueinstaklingar í bakaríum skilja mig aldrei þegar ég bið um að láta skera snúðinn minn í „fernt“. Þetta hefur valdið mér mikilli sorg og niðurlægingu. Af hverju fjallar Kastljósið ekki um mig? Ha, Þórhallur Gunnarsson, þú sem heilsar mér alltaf á göngunum í vinnunni, lestu ekki bloggið mitt ha? Nei hélt ekki.

miðvikudagur, september 26, 2007

Notte e giorno faticar

Mér fannst það nú ágætt hjá mér áðan að heyra bassabarítón í útvarpinu og þekkja Ildebrando d'Arcangelo á færi.

mánudagur, september 24, 2007

The English

I read in Morning Paper on saturday that Ágúst Ólafur want to talk English now which is what I am very happy about because it is like i always sayd, you have to talk the english!!!! if you want to be succesfull in you know like buisness and sell stocks. Which is because I very like this idea take up the English!!!! ;-) Than we can forget about the Passíusálmar and some shit ;-) Because the banks they cant talk the icelandic because that just means minnkandi hagvöxtur so that just means straightforwardly that we all have to talk the english. And because, how are we going to keep up the Icelandic we are so small. I am very happy and because, I am going to speak onlky English now because I learn it from Simpson and Friends and evereybody is telling me that wow I talk the great English. And just judging from the political its just the commonest sense. Because bow everybody are doing that now on the Earth. And when i am being gradeueted from the buisness MBA in Bifröst universcity i'll be good because teacher say I'm the best in class in the english that I get award for.

sunnudagur, september 23, 2007

Næturvaktin

„Þú veist fullvel hvað saurskán er, Kjartan minn!“

mánudagur, september 17, 2007

Færeyingar


„Litli bróðir opnar sendiskrifstofu hjá stóra bróður.“

Færeyingar eru góðir.

laugardagur, september 15, 2007

Blackadder Goes Forth

Baron von Richthofen: How lucky you Englisch are to find ze toilet so amuzing. For us, it iz a mundane and functional item. For you, it iz ze basis of an entire culture.

fimmtudagur, september 13, 2007

Bókmenntahátíð

J.M. Coetzee er uppi í pontu að kúka á George W. Bush eins og hann sé Sókrates. Ég fæ sterka og alltumlykjandi tilfinningu að mannkynssagan sé að eiga sér stað fyrir framan nefið á mér. Marina Lewycka og Thor Vilhjálmsson ráfa um hátíðarsalinn því það er ekki til sæti handa þeim. Einar Kárason bendir mér á að veskið mitt hafi dottið á gólfið. J.M. Coetzee segir brandara sem allir hlæja að nema hann sjálfur.

föstudagur, september 07, 2007

Bollinn eilífi

Í Útvarpshúsinu er öllum nákvæmlega sama um allt sem kemur þeim ekki beint við. Seint í apríl setti ég bolla á borð og tepoka óopnaðan ofan í bollann. Ég er ekki enn búinn að laga mér te ofan í þennan bolla. Hann er samt enn þá á borðinu þrátt fyrir að svona milljón manns fari um stúdíóið á hverjum einasta degi. Ég ætla að láta hann vera og gá aftur á jólunum.

fimmtudagur, september 06, 2007

Makleg athugasemd

Fyrstu þrjár sekúndur La fanciulla del West eftir Puccini skera úr um að hún er ekki tíma míns verð.
Ómakleg athugasemd

Kannski er það bara upptaka Sovjezka ríkisútvarpsins, en stundum finnst mér hljómurinn úr sellóinu hjá Rostropovitch eins og hann sé að pússa glerrúðu mjög hratt.

miðvikudagur, september 05, 2007

Hagfræði

Hver vill útskýra fyrir mér hagfræðina á bak við stjarnfræðilegar þóknanir tannlækna fyrir 20 mínútna heimsókn?