fimmtudagur, júlí 17, 2003

Einu blaði ofaukið

Ég get svarið það, ég var 3,4 sekúndur að „lesa“ DV áðan. Séð og heyrt er orðin bitastæðari lesning. Er ekki kominn tími til að leggja DV niður? Og Kolbrún Bergþórsdóttir komin yfir á Fréttablaðið með allt sitt hafurtask (bókaþætti og skondin stjórnmálaleiðtogaviðtöl) ...

Er eitthvað eftir á DV? Var eitthvað nokkurn tíma á DV?

mánudagur, júlí 14, 2003

Gjedröyn

Það virðist lendska að birta getraunir á síðum sínum. Ég hef tekið upp þennan sið as of now og er sú fyrsta í boði mbl.is. Getraunin er svona: hvað er rangt við þessi orð?

„Bastilludagurinn, þjóðhátíðardagur Frakklands, er í dag og þá er jafnan mikið um dýrðir. Þennan dag árið 1879 féll Bastillan svonefnda, fangelsi í París, meðan á frönsku byltingunni stóð.“

Frakklandsferð í boði.

fimmtudagur, júlí 10, 2003

Ha?

Í alvöru talað. Google á klingonsku. Eru engin takmörk?

miðvikudagur, júlí 09, 2003

Tölvufræði

Nú kemur það í hausinn á mér að hafa ekki fylgst nógu vel með í tölvufræði eftir áramót í fjórða bekk. Ég er lamaður í vinnunni þar sem ég get ekki fengið út úr Excel það sem ég vil, eins einfalt og það er. Ég er með langa runu af kennitölum og vil sortera þær eftir fæðingarári vedkommende (til hvers að stafa hráar dönskuslettur upp á íslensku, á maður ekki bara að fara alla leið fyrst maður er að þessu?).

Hvaða helvítis fall nota ég til að sortera eftir ákveðnum tölum í leitarstrengnum?!

Excel-kennslubækurnar (maður er jo á bókasafni) eru dular og láta lítið uppi.

Nogen?

þriðjudagur, júlí 08, 2003

Ó, guð, nei. Allt nema barnabækurnar. Allt!

mánudagur, júlí 07, 2003

Ég verð að fá mér MiniDisc-spilara. Ég veit eiginlega ekki af hverju. Jú, samt. En ekki á tæpar þrjátíuþúsund f****** krónur!!!! Hvað hef ég við MiniDisc-spilara að gera? Fullt. Hann er sniðugur. Hægt að gera sniðugt með honum. Æi, oh.

fimmtudagur, júlí 03, 2003

Leiðbeiningar

Brögð eru að því að bókasafnsstarfsfólk viti ekki hvernig beri að svara í símann. Það á að sjálfsögðu að rífa upp tólið og segja hryssingslega: „Bókasafn!“ óháð því um hvaða bókasafn ræðir. Einfalt og stílhreint.