Nei, nei, nei
Ég er reiður. Hvers vegna er ég reiður? Ég er ósáttur við þá forgangsröðun sem ríkir í heiminum. Ég er ósáttur við það að til Mars séu sendir flokkar af málmdrasli fyrir 820 milljónir (820 milljónir!!!!!!!) dollara sem bila síðan og eiga hvort eð er ekki að gera annað en taka myndir af tilgangslausu landslagi á tilgangslausum hnetti. Og öllum finnst það allt í lagi.
Sá mæti maður (og málfræðingur) David Crystal hefur bent á að það myndi kosta um 600 milljónir dollara að skrásetja myndarlega flest þeirra 3.000 mála sem eru í útrýmingarhættu á hnettinum (mennta færa málfræðinga, semja málfræði og orðabækur, taka upp samfellt mál, semja málsögu og kennsluefni). Á um tveggja vikna fresti deyr eitt mál út svo það er ekki seinna vænna að hefja verkið.
Hvenær náðu stjörnufræðinördarnir slíkum undirtökum í stjórnkerfi heimsins að þeir fá frítt spil til að spandera grilljörðum skattfjár í vitleysu? Lítum okkur nær og afgreiðum húmaníska faktorinn fyrst. Menningarverðmæti liggja undir skemmdum!
Ég er reiður. Hvers vegna er ég reiður? Ég er ósáttur við þá forgangsröðun sem ríkir í heiminum. Ég er ósáttur við það að til Mars séu sendir flokkar af málmdrasli fyrir 820 milljónir (820 milljónir!!!!!!!) dollara sem bila síðan og eiga hvort eð er ekki að gera annað en taka myndir af tilgangslausu landslagi á tilgangslausum hnetti. Og öllum finnst það allt í lagi.
Sá mæti maður (og málfræðingur) David Crystal hefur bent á að það myndi kosta um 600 milljónir dollara að skrásetja myndarlega flest þeirra 3.000 mála sem eru í útrýmingarhættu á hnettinum (mennta færa málfræðinga, semja málfræði og orðabækur, taka upp samfellt mál, semja málsögu og kennsluefni). Á um tveggja vikna fresti deyr eitt mál út svo það er ekki seinna vænna að hefja verkið.
Hvenær náðu stjörnufræðinördarnir slíkum undirtökum í stjórnkerfi heimsins að þeir fá frítt spil til að spandera grilljörðum skattfjár í vitleysu? Lítum okkur nær og afgreiðum húmaníska faktorinn fyrst. Menningarverðmæti liggja undir skemmdum!