sunnudagur, ágúst 26, 2007

Spurt er

Hvað gerir málfarsfasisti sem hefur eitt kort til skiptanna, og skrifar með penna (á síðustu stundu í veislunni) til brúðhjóna „Til hamingju með hvort annað“? Hann stynur, viðurkennir ófullkomleika sinn, fljótfærni og skammsýni og skrifar innan sviga „(hvort með annað)“. Ekki ætlaði ég að fara að krassa í kortið.

Tilfinningin sem ég vildi skila fæddist sem forsetning + óákveðið fornafn. Ógildir það tilfinninguna, og gerir hana verri, jafnvel ómennska, að hún skuli ekki hafa fæðst sem fleygað óákveðið fornafn + forsetning + fleygað óákveðið fornafn? Gerir það mig að verri Íslendingi og að verri manni að hugsun mín hafi umsvifalaust fundið sér farveg í málvenju sem besti íslensku- og stærðfræðikennari mannkynssögunnar og alheimssögunnar, Sigríður Jóhannsdóttir, hefði krotað yfir með ítölsku kúrsív-barnaskólaskriftinni sinni?

laugardagur, ágúst 18, 2007

Fógetagarðurinn

Stöðumælarnir í miðbænum eru ekki svo ginnkeyptir að þeir haldi að 10 pensa peningur sé hundraðkall. Þeir halda reyndar sumir að ég sé kvenmaður og öskra mjög óviðurkvæmilega og dónalega hluti á eftir mér.

föstudagur, ágúst 10, 2007

Djamma og ríða

Valið stendur milli Family Guy á BBC Three eða þriggja tíma maraþonheimildarmyndar um Thatcherismann á BBC Four.

þriðjudagur, ágúst 07, 2007

Verkefni vikunnar

Verður þetta.

sunnudagur, ágúst 05, 2007

Tvífarar mánaðarins

Brian May, gítarplokkari og doctorandus, og Charles II, konungur og Defensor Fidei.

SVGE PHALLVM

Sumt fólk verður brjálað ef það kveikir á Rás 1 og árið þar er ekki 1965. Við því er aðeins eitt að segja: Suge phallum meum, meretrix.

laugardagur, ágúst 04, 2007

Panis et circenses

Það eru menn að kúka í nærbuxurnar í Ríkissjónvarpinu.