mánudagur, júní 30, 2008

Gerir algóður skapari svona?


Ég afneita hér með tilvist Guðs.

sunnudagur, júní 29, 2008

Teutoburger Wald MMVIII

föstudagur, júní 27, 2008

Verum í sambandi

Ég hef aldrei bloggað úr síma áður. Það er gaman.

þriðjudagur, júní 24, 2008

Wahrlich

Mir ist heut' ein Freudenlicht bereit.

laugardagur, júní 14, 2008

Öll afskipti þegnanna af forseta lýðveldisins eru frásagnarverð

Álftnesingar eru vanari umgengni við forseta lýðveldisins en aðrir landsmenn. Það skýrist af náinni sambúð stórmeistara fálkaorðunnar við bæjarbúa. Þegar þeir koma inn úr dyrunum eftir bílferð út fyrir hreppinn þykir þeim alltaf rétt að segja frá því ef þeir mæta forsetanum á afleggjaranum, keyra á undan honum eða keyra á eftir honum, samt eins og í framhjáhlaupi og aldrei eins og það sé aðalatriði sögunnar eða einhver hápunktur vikunnar. Þetta eru bara upplýsingar sem sjálfsagt er að veita, eins og hvort menn hafi séð Gógó frænku úti í búð. Aldrei er þó sagt frá því að forsetinn (eða bílstjóri í umboði hans) hafi tekið fram úr, enda er það óhugsandi atburður.

Nú vil ég greina frá því að ég keyrði fram hjá Ólafi Ragnari Grímssyni og Þuríði Shlomodóttur þar sem þau sátu á rauðu ljósi í Mercedes Benz-bifreið með númerið Skjaldarmerki einn á gatnamótum Álftanesvegar og Reykjavíkurvegar klukkan 20:24 nú í kvöld, þar sem forseti lýðveldisins var án efa á leið á Grímuna, íslensku leiklistarverðlaunin, í Þjóðleikhúsinu. Sólin skein, gunnfáni forsetans bærðist ekki hægra megin á húddinu. Skjaldarmerki einn var stífbónaður.

Þar sem ég bý ekki lengur heima á Álftanesi, og ég kann ekki við að hringja í mömmu bara til að segja henni þetta, langar mig að koma þessu á framfæri á þessari síðu. Takk fyrir.

miðvikudagur, júní 11, 2008

6.A

sunnudagur, júní 08, 2008

Orþódox


Margir muna eftir tónleikum Vladimirs Miller og Mótettukórs Hallgrímskirkju um daginn þegar Náttsöngvar Rachmaninovs voru fluttir. Nú er komið að fyrirmyndinni. Kór Novodevich-klaustursins syngur rússneska sálma handa guðsmóðurinni. Pjotr Poljakoff stjórnar.

Þetta er eins og að synda í heitum, tærum sjó.


14 The Hymn for the Hodegetria
14 The Hymn for th...
Hosted by eSnips


15 Thou Dost Intercede for All O Good One
15 Thou Dost Inter...
Hosted by eSnips


16 Thou the Guide of Those Who Stray
16 Thou the Guide ...
Hosted by eSnips


17 The Hymn for the Day
17 The Hymn for th...
Hosted by eSnips


18 O Marvel Wonderful
18 O Marvel Wonder...
Hosted by eSnips


19 At the Sovereign Command of God
19 At the Sovereig...
Hosted by eSnips

laugardagur, júní 07, 2008

Aldrei getur maður sofið út þegar maður ætlar sér það

Og þá kemur upp í hugann saga úr neðanmálsgrein í Íslensku málfari eftir Árna Böðvarsson sem hefur lengi verið í uppáhaldi:

„Norðlenski framburðurinn er víða rímskorðaður, og oft verður að nota hann til að halda stuðlum þótt ritað sé hv. Á þingmannsárum Þorsteins Þorsteinssonar þurfti annar þingmaður að finna hann að máli, hitti þingfélaga sinn og sagði:

Hafið þið séð þrjótinn þann,
Þorstein Dalasýslumann?

Sá sem ávarpaður var svaraði þegar:

Kom ég víða, en hvergi fann
karl-helvítis-andskotann.

Það fylgdi sögunni að Þorsteini hefði verið vel skemmt að heyra vísuna.“

miðvikudagur, júní 04, 2008

Svangur

Leiðinlegt að búa í Hafnarfirði í þessu ástandi og eiga aðeins um Bónus eða Subway að velja, þegar ég gæti verið staddur í ljóði eftir Sigurð Pálsson og það er bakarí á neðstu hæð hússins þar sem afgreiðslustúlka með brún augu bíður eftir því að kasta fram rafmagnaðri myndlíkingu í samtali við mig.

þriðjudagur, júní 03, 2008

Díses fokking kræst, Carrie Bradshaw

Hvað varstu að hugsa?!?!