sunnudagur, desember 26, 2004

Minningar

Man einhver eftir Seinfeld-þættinum þar sem Mister Peterman ætlaði að reka Elaine fyrir að hata The English Patient með Ralph [reif] Fiennes?

Man einhver líka eftir þættinum þar sem Mister Peterman var í símaklefa í Búrma að tala við Elaine? Allt í einu fór hann að öskra eitthvað á mjög ofsafenginn hátt og Elaine varð voða hrifin, fór að nudda símasnúruna og spurði: "Mister Peterman, you speak Burmese?"

Þá hallaði Mister Peterman undir flatt, brosti föðurlega og sagði með hægð: "No, Elaine. That ... was gibberish."

Ó hve seinfeldsk trívíalítet sem skipta engu máli í kosmísku samhengi geta verið fyndin. Slíkur (gyðinglegur) húmor er í hávegum hafður í hinum stórfenglegu þáttum Curb Your Enthusiasm sem enginn virðist horfa á nema ég.

Mig langar í þessa bók. Kaflaheitin segja a.m.k. flest sem segja þarf.

laugardagur, desember 25, 2004

Naktir trjábolir syngja hér Fremd bin ich eingezogen, fremd zieh' ich wieder aus

Hér tala menn lúxembúrgísku, golfrönsku sem ég skil ekki; dekonstrúeraða þýsku einhvern veginn.

Dæmi: á mjólkurfernum í þessu landi stendur Frësch mëllech. Sem er það sama og Frische Milch á þýsku. Á lúxembúrgísku er þetta borið fram eins og skrifað væri á þýsku frösch möllösch.

Ég fór í heimsókn í gær til hjónanna Franz og Filomene Schröder og hlustaði þar á golfrönskutalsmátann. Tjáði þeim síðan að mér fyndist erfitt að skilja lúxembúrgísku og ætti kannski að læra hana. Zeit verloren, Zeit verloren! öskraði Franz þessi á mig og otaði að mér puttanum. Úr munni sem hafði þetta þó að móðurmáli sínu!

Ég held ég sé sammála honum. Eða hvað hefur athugunarvert verið skrifað á lúxembúrgísku?

þriðjudagur, desember 21, 2004

Lauflétt og leikandi

Bara eins og föstudags-Kastljósið. Teikaðu mitt kviss! og þá tékkaðu skorbord út!

laugardagur, desember 18, 2004

Gumpur Guðrúnar Kvaran

„Þættinum hefur borizt bréf, en þar hefur heimildarmaður eftir móður sinni, er var frá Flatey á Skjálfanda, að í eynni hafi orðið gumpur verið notað um 'togband yfir utanyfirsokka'. Þætti umsjónarmanni hnýsilegt að spyrja sams konar orðnotkun úr öðrum landshlutum og auglýsir hér með eftir henni.“

Þetta er bezti þáttur í íslenzkum fjölmiðlum.

föstudagur, desember 17, 2004

Íslenskt menntakerfi með óljósri tengingu við bilaðar fartölvur

Á eftir er ég að fara í háskólapróf í námsefni sem ég lærði til hlítar í Garðaskóla árið 1999.

En hvað um það, nú er þar til máls að taka sem ég sest við langeld með Lappanum stuttu eftir miðnætti í gærkveldi og ætla að kveða með honum um heimildatilvísanir og hvers vegna það er mikilvægt fyrir háskólastúdenta að halda röklegum þræði í ritgerðum. Sem ég opna glósurnar verður Lappinn að bláskjá og drepur á sér. Sömu sýmptóm og við harðdisksstoppið í nóvember. Endurræsingartilraunir báru ekki árangur.

Hét ég þá á heilagan Þoddlák að græða Lappann yfir nótt en fara ella að morgni dags niður í skóla og lesa þetta í tölvuverinu í Árnagarði.

Vakna ég kl. 8 í morgun og kveiki á Lappanum. Ekki virkar hann. Þá lyfti ég honum varlega upp af frjálsu fullveldi mínu og slengi honum nokkrum sinnum í borðið og eitthvað hrekkur í samband. Hefur engum sögum farið af harðdisksstoppi í morgun.

En það er greinilegt, og skilji lesendur minn ljósan vilja, að ákveðin tölvufyrirtæki hér í bæ fá að líta fallstykki atlneska hersins á næstu stundum.

fimmtudagur, desember 16, 2004

Hefði skáldið Goethe verið Færeyingur kæmi hann frá Gøtu.

miðvikudagur, desember 15, 2004

Buuuuöööööööhhhhhhhhrrrrllllll

Það er eitt hérna megin grafar sem ég get ekki neitað mér um: M&M. Ef ég byrja þá get ég ekki hætt.

Í þessum skrifuðum orðum liggur gulur einsoghálfskílógramms poki af nefndu slikkeríi fyrir framan mig. Poka þenna keypti mín elskanlig móðir í fríhöfninni fyrir stuttu.

Mér er orðið óglatt af þessu HELVÍTI! EN ÉG GET EKKI HÆTT! ÉG GET EKKI HÆTT! ÞAÐ ER SVO GOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOTT. AAAAAA! AAAAAAAAAAA! AAAAAAAAAAAAAAAAAA!

Gott að þetta er M&M en ekki amfetamín. Eða skáldskapur Mikaels Torfasonar.

þriðjudagur, desember 14, 2004

Hanneskar lókúsjónir

Menningarkynningin í París virðist hafa skilað fleiru en bráðnuðum ísjökum og fullum Parísarsnobbhænsnum.

Jacques Chirac var í fréttunum áðan að pissa á sig yfir æðisleika einhverrar brúarómyndar í Rónardalnum og virðist hafa óverdósað á Hannesi Hafstein að opna Þjórsárbrúna 1895.

Kannski lenti hann á Hannesartrúnói við Svein Einarsson inni á klósetti.

mánudagur, desember 13, 2004

Ef siðfræði er Tívolí, þá er frumspeki hlandmigið port á Istedgade.

föstudagur, desember 10, 2004

Nei, andskotinn. Núna ætla ég að setja Bach á fóninn og þykjast vera listhneigður kjörfursti í Saxlandi en ekki háskólastúdent í fúlum pytti sjálfskaparvítisins.

fimmtudagur, desember 09, 2004

Proklamasjón

Hér með tilkynnist að vér, atlneski stórhertoginn, Atli hinn fyrsti, bjóðum þér af náð vorri, Ásgeir Pétur Þorvaldsson, landvist og burgersjafft sem ausbildungs-flóttamanni í voru ríki Atlaníu, hvar jarðsögu- og félagsfræðisgreinar hafa nú fyrir löngu síðan afskaffaðar verið fyrir tignar sakir vorrar og landssiðar.

Sé það góðu heilli gjört og vitað.

þriðjudagur, desember 07, 2004

Fögnuður hæstur

Kom, 22. desember, kom! Sálarbalsam, hugarsmyrsl! Tilkomu þinni fagna Jórsalir og drottins englar.

mánudagur, desember 06, 2004

#$!?$%?&$

Mér er eiginlega nóg boðið. Hér hef ég iamdudum saevi inops animi yfir þessu.

Einhver Þorsteinn Mar Gunnlaugsson skrifar grein á Kistuna og titlar hana Novus dies, novus spes? Það sem Þorsteinn veit ekki er að spes 'von' er HELVÍTIS KVENKYNS! Ergo: spes nova!

Af hverju er fólk sem kann ekki latínu að slá um sig með latínu? Af hverju? Hví? Hvað gengur því til? Hvaða illgjarni hermdarvilji býr að baki? Hvers á latínan að gjalda?

Þegar ég sé svona líður mér eins og Pétri Péturssyni þul þegar hann sér auglýsingu frá Happdrætti Háskólans. Það munar svo litlu — SVONA LITLU! — að ég skrifi lesendabréf. Ég er ekki að grínast og mér er ekki skaup í hug.
Nei, nú þarf ég að velja!

Ég nefni tvær kennslubækur sem ég hef (ekki) lesið um dagana:

Heimsbyggðin II eftir Asle Sveen et al.

Lyriske strukturer eftir Atle Kittang et al.

Þegar ég flyt til Skandíu (sem gerist einhvern(Ø)tíma(nn)) þá verð ég að vera búinn að adoptera flott nafn. Súrnómið er komið en fúrnómið ekki. Og nú mega lesendur velja á milli:

1) Asle Steenthorsen;

2) Atle Steenthorsen.
Ég ætla aldrei að kjósa Framsóknarflokkinn. Aldrei.

laugardagur, desember 04, 2004

Af hverju kommentar enginn við síðustu færsluna mína, eins sniðug, skemmtileg og tvíræð og hún er?

Mér líður eins og Helga Hálfdanarsyni. Bókmenntastofnunin hunsar kenningar mínar í íslenskum fornfræðum.

föstudagur, desember 03, 2004

Fornsögur órar liggja víða

Óskammfeilinn maður benti mér á eina af mörgum myndbandsupptökum sem fá má á lýðvefnum. Ég ætla ekki að linka á hana en læt nægja að segja að þar var maður í hlutverki Hrúts Herjólfssonar og kona í hlutverki Unnar Marðardóttur.

Njála hefur öðlast nýja vídd í huga mér. Hvað hefði Sigurður Nordal haft um þetta að segja?

fimmtudagur, desember 02, 2004

Innsbruck, ich will dich nie verlassen

Í stað þess að auðga andann á Senecu sit ég hér í litlu kjallaraherbergi Santr du long, vergeude meine Zeit og læri austurríska þýsku. Hér sitja einnig útlendingar með augun límd á sjónvarpsskjám að horfa á Djöflaeyjuna, Börn náttúrunnar og Íslenska drauminn. Allt með enskum texta. Kynna sér íslenska menningu.

Útlendingurinn skellti upp úr áðan þegar Baddi steig út úr kagganum með sólgleraugun og rettuna í munnvikinu. Ég ætla að gefa mig á tal við hann á eftir og fræða hann um „ástandið“ og hvernig það hafði áhrif á kvennamál Steins Steinarrs.

Nei, vá. Gísli Halldórsson er núna að leika á öllum sjónvarpsskjám sem ég sé til.

Spurning dagsins: Hvernig segir maður koss á austurrísku? Busserl!