Jú, þetta er Höskuldur Þráinsson.
fimmtudagur, nóvember 30, 2006
Ágreiningur við yfirvaldið
Yfirvaldið notaðist aðeins við tvær árstíðir sem afmarkast samkvæmt fornri hefð, vetur og sumar, en ég lifi í svo brotakenndum og póstmódernum veruleika að ég túlka júní, júlí og ágúst sem sumarmánuði; og þannig september, október og nóvember sem haust; desember, janúar og febrúar sem vetur; og mars, apríl, maí sem vor.
Ef sú dásamlega og fréttnæma stofnun Ríkisendurskoðun hefði gefið út skýrsluna í nóvember hefði ég sagt „í nóvember í haust“ en yfirvaldið „í nóvember í vetur“. Fréttamanninum hefði hins vegar verið alveg skítsama og sagt bara eitthvað.
Yfirvaldið notaðist aðeins við tvær árstíðir sem afmarkast samkvæmt fornri hefð, vetur og sumar, en ég lifi í svo brotakenndum og póstmódernum veruleika að ég túlka júní, júlí og ágúst sem sumarmánuði; og þannig september, október og nóvember sem haust; desember, janúar og febrúar sem vetur; og mars, apríl, maí sem vor.
Ef sú dásamlega og fréttnæma stofnun Ríkisendurskoðun hefði gefið út skýrsluna í nóvember hefði ég sagt „í nóvember í haust“ en yfirvaldið „í nóvember í vetur“. Fréttamanninum hefði hins vegar verið alveg skítsama og sagt bara eitthvað.
Uppeldi yfirvaldsins
„Ríkisendurskoðun gaf út skýrsluna í júlí síðastliðnum.“
verður:
„Ríkisendurskoðun gaf út skýrsluna í júlí í sumar.“
Af þessu leiðir reglu 1.1:
Kenna skal dagsetningar fyrr á árinu við árstíðir en ekki dönsk lýsingarorð.
„Ríkisendurskoðun gaf út skýrsluna í júlí síðastliðnum.“
verður:
„Ríkisendurskoðun gaf út skýrsluna í júlí í sumar.“
Af þessu leiðir reglu 1.1:
Kenna skal dagsetningar fyrr á árinu við árstíðir en ekki dönsk lýsingarorð.
Hvað merkir það?
Ég fékk hjartslátt eins og við ofsaakstur í vistgötu þegar ég skrifaði síðustu færslu.
Ég fékk hjartslátt eins og við ofsaakstur í vistgötu þegar ég skrifaði síðustu færslu.
miðvikudagur, nóvember 29, 2006
Erlenda útvarpsstöðin
Sem spilar bara konserta eftir Stadlmeyera, Hoffmeistera og Dusseka. Eins og að slá upp sjö daga bókmenntahátíð í kringum höfundarverk Einars H. Kvaran.
Sem spilar bara konserta eftir Stadlmeyera, Hoffmeistera og Dusseka. Eins og að slá upp sjö daga bókmenntahátíð í kringum höfundarverk Einars H. Kvaran.
föstudagur, nóvember 24, 2006
Ef ekki verða rammar skorður við reistar
Þegar Sigurður Nordal bjó á Baldursgötu 33 vissi hann ekki að árið 2006 myndi Tzenka Gentcheva Tzoneva reka þaðan fyrirtækið Icelandic Water Holdings ehf.
Þegar Sigurður Nordal bjó á Baldursgötu 33 vissi hann ekki að árið 2006 myndi Tzenka Gentcheva Tzoneva reka þaðan fyrirtækið Icelandic Water Holdings ehf.
Ömurlegt
Afneitun mín á efnislegum veruleika hefur farið fram með því að sitja slímusetur yfir blogginu að sjá hvort einhver hafi kommentað.
Afneitun mín á efnislegum veruleika hefur farið fram með því að sitja slímusetur yfir blogginu að sjá hvort einhver hafi kommentað.
fimmtudagur, nóvember 23, 2006
Próf - adieu
Nú er sá tími ársins þegar allt á að gerast en ekki neitt gerist. Þetta er vandamál sem hægt er að leysa með því að afneita efnislegum veruleika, sem birtist manni framar öðru í sjónvarpi, útvarpi (að öðru leyti en sem vinnustað), interneti, dagblöðum, glepjandi skemmtibókum og hressu fólki sem af einhverjum ástæðum vill hafa samneyti við mann. Öllu þessu hafna ég hér með alfarið til 21. desember.
Nú er sá tími ársins þegar allt á að gerast en ekki neitt gerist. Þetta er vandamál sem hægt er að leysa með því að afneita efnislegum veruleika, sem birtist manni framar öðru í sjónvarpi, útvarpi (að öðru leyti en sem vinnustað), interneti, dagblöðum, glepjandi skemmtibókum og hressu fólki sem af einhverjum ástæðum vill hafa samneyti við mann. Öllu þessu hafna ég hér með alfarið til 21. desember.
miðvikudagur, nóvember 22, 2006
Drottinn, skunda mér til hjálpar
Í gær þreif ég klósettið hjá mér í fyrsta skipti sjálfur. Einn. Yfirgefinn. Án aðstoðar. Eða tilsagnar. Ég notaði til þess tvenns konar hreinsiefni. Claudio Monteverdi lék fyrir klóaksdansinum með Davíðssálmum. Mér finnst eins og líf mitt hafi hafist í einhverjum skilningi í gær.
Í gær þreif ég klósettið hjá mér í fyrsta skipti sjálfur. Einn. Yfirgefinn. Án aðstoðar. Eða tilsagnar. Ég notaði til þess tvenns konar hreinsiefni. Claudio Monteverdi lék fyrir klóaksdansinum með Davíðssálmum. Mér finnst eins og líf mitt hafi hafist í einhverjum skilningi í gær.
þriðjudagur, nóvember 21, 2006
mánudagur, nóvember 20, 2006
„ACHTUNG!
Nemendur sem trufla framsögu kennarans til þess að reyna að gagnrýna og/eða „afsanna“ fræðikenningu með rassvasaheimspeki og óáhugaverðum tilvísunum í einkalíf sitt werden geschossen.“
Nemendur sem trufla framsögu kennarans til þess að reyna að gagnrýna og/eða „afsanna“ fræðikenningu með rassvasaheimspeki og óáhugaverðum tilvísunum í einkalíf sitt werden geschossen.“
Libros redde, þinn dóni
Helgi Hrafn er eins og Árni Magnússon þegar kemur að því að skila bókum í útláni. En hver veit hvort Helgi bjargar heimsmenningunni einhvern tíma með þessari hegðun. Ef húsið hans brennur ekki áður.
Helgi Hrafn er eins og Árni Magnússon þegar kemur að því að skila bókum í útláni. En hver veit hvort Helgi bjargar heimsmenningunni einhvern tíma með þessari hegðun. Ef húsið hans brennur ekki áður.
Atli í eggi
Nú var það ég sem átti frumkvæði að því að flytja að heiman. Samt sem áður mætti pabbi til mín í gær, gróf bílinn minn út úr skafli, sópaði hverri einustu snjóörðu af honum og hringdi svo í mig þegar mér var óhætt að koma út. Svo fór hann aftur heim til sín. Mér finnst eins og hann hafi samviskubit yfir því að hafa rekið mig að heiman, sem hann gerði ekki.
Nú var það ég sem átti frumkvæði að því að flytja að heiman. Samt sem áður mætti pabbi til mín í gær, gróf bílinn minn út úr skafli, sópaði hverri einustu snjóörðu af honum og hringdi svo í mig þegar mér var óhætt að koma út. Svo fór hann aftur heim til sín. Mér finnst eins og hann hafi samviskubit yfir því að hafa rekið mig að heiman, sem hann gerði ekki.
föstudagur, nóvember 17, 2006
fimmtudagur, nóvember 16, 2006
Íslenskt mál, hvað allir athugi
Ég vek athygli á því að fall háskólarektorsins sem mæltist til þess að íslenska yrði lögð af á Íslandi og upp tekin enska af peningaástæðum ber upp á fæðingardag Jónasar Hallgrímssonar, dag íslenskrar tungu. Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar.
Ég vek athygli á því að fall háskólarektorsins sem mæltist til þess að íslenska yrði lögð af á Íslandi og upp tekin enska af peningaástæðum ber upp á fæðingardag Jónasar Hallgrímssonar, dag íslenskrar tungu. Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar.
miðvikudagur, nóvember 15, 2006
Tradisjónin beint í æð
Hver vissi það í gær að klukkutíma fundur á kaffistofunni (sem orsakaðist af tilviljun) myndi kenna mér meira en samanlögð skólaganga mín í sautján ár? Spauglaust.
Hver vissi það í gær að klukkutíma fundur á kaffistofunni (sem orsakaðist af tilviljun) myndi kenna mér meira en samanlögð skólaganga mín í sautján ár? Spauglaust.
Ráfað um netið
Tvennt var efst á baugi á bloggsíðunum okkar þegar við vorum að byrja í sjötta bekk. Annað þeirra var að við værum að byrja í sjötta bekk.
Tvennt var efst á baugi á bloggsíðunum okkar þegar við vorum að byrja í sjötta bekk. Annað þeirra var að við værum að byrja í sjötta bekk.
sunnudagur, nóvember 12, 2006
Endurskoðuð útgáfa
Aðalmarkmiðið hér fyrir neðan var að níða skóinn af nýnorsku (ef slíkur finnst). Mér finnst það ekki hafa tekist nógu vel, því dæmin voru hálfgrafin inni í kommentarnum. Þeir sem vilja bara taka andköf af hneykslun kommentarlaust geta gert svo nú.
sjå der! - up there!
livet fann ein utveg - life found a way
folk døyr - people are dying
er du snill = please
prosit = Gesundheit
den opphavlege situasjon
men det gjekk
eg er
beina mine verkjer - my bones hurt
eg er sliten - I'm tired
kva er det
veit du kva det er? - do you know what this is?
et dei kjøt? - do they eat meat?
dei kjem denne vegen - they came from there
sjå korleis han et - see how it eats
det har skjedd noko
men eg trur eg kan forklare det
det er greitt - that's great
kvifor ikkje? - why not?
straumen er alltså av - the power's off now
fanken! blindveg - damn, a dead end!
sjå opp - up there!
eg følgjer røra - I'm following the pipes
det er ikkje noko kappløp - it's not a race
ta den tida du treng, Tim - take all the time you need, Tim
trykk på han
det må sendast no - you have to send it now
met dei raude knappene - with the red buttons
er du frå vettet? - are you mad?
eg skal telje til tre
faen!!!!!! – damn
jenta er ..... - the girl is
din luring = clever girl
nei, Tim
eg må finne dei andre
følg etter meg
du greier ikkje å halde det sjølv
heilt sikkert
det kan vere den rette
tryggingssystemet - the security system
er det bra med barna?
slepp no! - let go!
eg liker kyr - I like cows
Aðalmarkmiðið hér fyrir neðan var að níða skóinn af nýnorsku (ef slíkur finnst). Mér finnst það ekki hafa tekist nógu vel, því dæmin voru hálfgrafin inni í kommentarnum. Þeir sem vilja bara taka andköf af hneykslun kommentarlaust geta gert svo nú.
sjå der! - up there!
livet fann ein utveg - life found a way
folk døyr - people are dying
er du snill = please
prosit = Gesundheit
den opphavlege situasjon
men det gjekk
eg er
beina mine verkjer - my bones hurt
eg er sliten - I'm tired
kva er det
veit du kva det er? - do you know what this is?
et dei kjøt? - do they eat meat?
dei kjem denne vegen - they came from there
sjå korleis han et - see how it eats
det har skjedd noko
men eg trur eg kan forklare det
det er greitt - that's great
kvifor ikkje? - why not?
straumen er alltså av - the power's off now
fanken! blindveg - damn, a dead end!
sjå opp - up there!
eg følgjer røra - I'm following the pipes
det er ikkje noko kappløp - it's not a race
ta den tida du treng, Tim - take all the time you need, Tim
trykk på han
det må sendast no - you have to send it now
met dei raude knappene - with the red buttons
er du frå vettet? - are you mad?
eg skal telje til tre
faen!!!!!! – damn
jenta er ..... - the girl is
din luring = clever girl
nei, Tim
eg må finne dei andre
følg etter meg
du greier ikkje å halde det sjølv
heilt sikkert
det kan vere den rette
tryggingssystemet - the security system
er det bra med barna?
slepp no! - let go!
eg liker kyr - I like cows
laugardagur, nóvember 11, 2006
Vorkvöld við sjónvarpið
Heilabrot min um glæp nýnorsku gegn mannkyninu hafa minnt mig á það þegar ég horfði á Jurassic Park á NRK 1 í maí í vor, og fór að punkta hjá mér nokkur atriði úr textanum á skjánum þegar mér ofbauð vitleysan í honum. Glósurnar bera þess merki að höfundur var nýkominn úr prófi í germanskri samanburðarmálfræði hjá Guðrúnu Þórhallsdóttur.
---
Incipit hic glossarium neonorvagense
sjå der! - up there! (langur sérljóði leyfður í lok orða)
livet fann ein utveg - life found a way (ath. nærsamlögun)
folk døyr - people are dying (tvíhljóðar alls staðar í samr. við físl.)
er du snill = please
prosit = Gesundheit, guð hjálpi þér (tökuorð annars afar sjaldgæf)
den opphavlege situasjon (-leg, ekki *-lig, sem er undarlegt í ljósi físl. -ligr)
men det gjekk (framgómun sérstaklega tilgreind í stafsetningu öfugt við nísl., en sást reyndar einu sinni í handritum, áður en stafsetningarsamræmingarfasisminn tók völdin)
eg er
beina mine verkjer - my bones hurt (vnorr. orðaröð)
eg er sliten - I'm tired
kva er det (lokhljóðun í kva, tekið úr ísl.?)
veit du kva det er? - do you know what this is? (vnorr. tvíhljóðum haldið)
et dei kjøt? - do they eat meat? (vnorr. framgómun)
dei kjem denne vegen - they came from there (denne vegen, greinir með áfn. = sænska? anorr.?)
sjå korleis han et - see how it eats (korleis áhugavert, uppruni? *hvorleiðis? > lokhljóðun 'kvorleiðis' > syncopa 'korleiðis' > syncopa 'korleis'?)
det har skjedd noko (hjálparsögn har ekki er, sbr. d.)
men eg trur eg kan forklare det (ath. trur, og vnorr. eg < frumnorr. *eka, ekki klofning anorr. *jak)
det er greitt - that's great (tökuorð, eitt af fáum?)
kvifor ikkje? - why not? (ath. lokhljóðun kvifor, framgómun ikkje)
straumen er alltså av - the power's off now (upprunalegt tvíhljóð)
fanken! blindveg - damn, a dead end!
sjå opp - up there!
eg følgjer røra - I'm following the pipes (framgómun følgjer; flt. áhugaverð 'røra' ekki 'rørene', hvernig hugsuð?)
det er ikkje noko kappløp - it's not a race (kappløp ísl. fyrirmynd?)
ta den tida du treng, Tim - take all the time you need, Tim (treng, ekki *trenger, sbr. d.; trenge sterk sögn í nýn.?)
trykk på han (ekki ham eins og búast mætti við úr dönsku)
det må sendast no - you have to send it now (áhugaverð miðmynd -st, tekin úr nísl. væntanlega)
met dei raude knappene - with the red buttons (ath. lokhljóðun í 'met', uppr. tvíhljóði í raude)
er du frå vettet? - are you mad? (af hverju ekki *vittet, sbr. ísl.?)
eg skal telje til tre
faen!!!!!! - damn
jenta er ..... - the girl is
din luring = clever girl
nei, Tim (stafsetningaratriði, ekki nej)
eg må finne dei andre ('finne' tilhneiging til nærsamlögunar, ekki 'finde')
følg etter meg (nærsamlögun í 'etter', sbr. d. 'efter')
du greier ikkje å halde det sjølv (áhugavert 'halde' ekki halle, nærsamlögun þá eins og í ísl., fer eftir frumgermönsku samhljóði, sbr. Vernerslögmál: en nú er framburður væntanlega [halle]....próblem, af hverju kemur það ekki fram í stafsetningunni, nóg er nú framsæknin í þeim málum)
heilt sikkert (tvíhljóði)
det kan vere den rette (sögnin vere, stofnsérhljóð ekki opið sbr. d.)
tryggingssystemet - the security system
er det bra med barna? (áhugaverð flt., hljóðvörpum ekki beitt sem er ath. miðað við vnorr. slagsíðu)
slepp no! - let go! (tvöfaldir samhljóðar leyfðir, andstætt við d.)
eg liker kyr - I like cows (flt. tekin beint úr ísl. en ekki búin til með analógíu eins og í d.)
Heilabrot min um glæp nýnorsku gegn mannkyninu hafa minnt mig á það þegar ég horfði á Jurassic Park á NRK 1 í maí í vor, og fór að punkta hjá mér nokkur atriði úr textanum á skjánum þegar mér ofbauð vitleysan í honum. Glósurnar bera þess merki að höfundur var nýkominn úr prófi í germanskri samanburðarmálfræði hjá Guðrúnu Þórhallsdóttur.
---
Incipit hic glossarium neonorvagense
sjå der! - up there! (langur sérljóði leyfður í lok orða)
livet fann ein utveg - life found a way (ath. nærsamlögun)
folk døyr - people are dying (tvíhljóðar alls staðar í samr. við físl.)
er du snill = please
prosit = Gesundheit, guð hjálpi þér (tökuorð annars afar sjaldgæf)
den opphavlege situasjon (-leg, ekki *-lig, sem er undarlegt í ljósi físl. -ligr)
men det gjekk (framgómun sérstaklega tilgreind í stafsetningu öfugt við nísl., en sást reyndar einu sinni í handritum, áður en stafsetningarsamræmingarfasisminn tók völdin)
eg er
beina mine verkjer - my bones hurt (vnorr. orðaröð)
eg er sliten - I'm tired
kva er det (lokhljóðun í kva, tekið úr ísl.?)
veit du kva det er? - do you know what this is? (vnorr. tvíhljóðum haldið)
et dei kjøt? - do they eat meat? (vnorr. framgómun)
dei kjem denne vegen - they came from there (denne vegen, greinir með áfn. = sænska? anorr.?)
sjå korleis han et - see how it eats (korleis áhugavert, uppruni? *hvorleiðis? > lokhljóðun 'kvorleiðis' > syncopa 'korleiðis' > syncopa 'korleis'?)
det har skjedd noko (hjálparsögn har ekki er, sbr. d.)
men eg trur eg kan forklare det (ath. trur, og vnorr. eg < frumnorr. *eka, ekki klofning anorr. *jak)
det er greitt - that's great (tökuorð, eitt af fáum?)
kvifor ikkje? - why not? (ath. lokhljóðun kvifor, framgómun ikkje)
straumen er alltså av - the power's off now (upprunalegt tvíhljóð)
fanken! blindveg - damn, a dead end!
sjå opp - up there!
eg følgjer røra - I'm following the pipes (framgómun følgjer; flt. áhugaverð 'røra' ekki 'rørene', hvernig hugsuð?)
det er ikkje noko kappløp - it's not a race (kappløp ísl. fyrirmynd?)
ta den tida du treng, Tim - take all the time you need, Tim (treng, ekki *trenger, sbr. d.; trenge sterk sögn í nýn.?)
trykk på han (ekki ham eins og búast mætti við úr dönsku)
det må sendast no - you have to send it now (áhugaverð miðmynd -st, tekin úr nísl. væntanlega)
met dei raude knappene - with the red buttons (ath. lokhljóðun í 'met', uppr. tvíhljóði í raude)
er du frå vettet? - are you mad? (af hverju ekki *vittet, sbr. ísl.?)
eg skal telje til tre
faen!!!!!! - damn
jenta er ..... - the girl is
din luring = clever girl
nei, Tim (stafsetningaratriði, ekki nej)
eg må finne dei andre ('finne' tilhneiging til nærsamlögunar, ekki 'finde')
følg etter meg (nærsamlögun í 'etter', sbr. d. 'efter')
du greier ikkje å halde det sjølv (áhugavert 'halde' ekki halle, nærsamlögun þá eins og í ísl., fer eftir frumgermönsku samhljóði, sbr. Vernerslögmál: en nú er framburður væntanlega [halle]....próblem, af hverju kemur það ekki fram í stafsetningunni, nóg er nú framsæknin í þeim málum)
heilt sikkert (tvíhljóði)
det kan vere den rette (sögnin vere, stofnsérhljóð ekki opið sbr. d.)
tryggingssystemet - the security system
er det bra med barna? (áhugaverð flt., hljóðvörpum ekki beitt sem er ath. miðað við vnorr. slagsíðu)
slepp no! - let go! (tvöfaldir samhljóðar leyfðir, andstætt við d.)
eg liker kyr - I like cows (flt. tekin beint úr ísl. en ekki búin til með analógíu eins og í d.)
miðvikudagur, nóvember 08, 2006
Ég ákæri
Nýnorska er nú meira bévítans ruglið.
„Samstundes får studentane sjå korleis dei sjølv klarer å løyse oppgåvene.“ — Samtímis fá stúdentar að sjá hvernig þeim sjálfum gengur að leysa verkefnin.
samstundes (ekki byrjar það vel)
studentane (þið eigið ekki ar-fleirtöluna, frekar en Snorra Sturluson)
sjå (þið eigið ekki heldur langan sérhljóða í bakstöðu)
korleis (er til ljótara orð, í alvöru? sérstaklega í ljósi framburðar smágerðra norskra kerlinga, sem er e-ð í ætt við [kúúúúúúúúúúúleisssssssss])
dei (haha "við elskum tvíhljóða, við viljum hafa tvíhljóða, við förum að gráta olíutárum ef við megum ekki hafa tvíhljóða")
sjølv (ég nenni ekki að kommentera á svona lagað)
å (ut supra),
løyse (ekki tvíhljóðana aftur, allt nema tvíhljóða)
oppgåvene (gåååååååååååååååååvene, tóku ekki örugglega allir eftir því að það er LANGUR sérhljóði hérna, EKKI stuttur)
Sjáið þetta bara. 82% setningarinnar er bull. Anakrónismi frá helvíti. Dæmin eru óþrotleg. Lesið orðin upphátt fyrir sjálf ykkur.
Ég get ekki meðtekið upplýsingar sem ég les á nýnorsku því ég er svo upptekinn af því að hlæja inni í mér að til sé svona asnalegur hlutur. Og svo heyri ég bara fyrir innra eyranu einhvers konar honnere honnere honnere-sönglanda, OG EKKERT ANNAÐ. Hámark absýrunnar.
Nýnorska er nú meira bévítans ruglið.
„Samstundes får studentane sjå korleis dei sjølv klarer å løyse oppgåvene.“ — Samtímis fá stúdentar að sjá hvernig þeim sjálfum gengur að leysa verkefnin.
samstundes (ekki byrjar það vel)
studentane (þið eigið ekki ar-fleirtöluna, frekar en Snorra Sturluson)
sjå (þið eigið ekki heldur langan sérhljóða í bakstöðu)
korleis (er til ljótara orð, í alvöru? sérstaklega í ljósi framburðar smágerðra norskra kerlinga, sem er e-ð í ætt við [kúúúúúúúúúúúleisssssssss])
dei (haha "við elskum tvíhljóða, við viljum hafa tvíhljóða, við förum að gráta olíutárum ef við megum ekki hafa tvíhljóða")
sjølv (ég nenni ekki að kommentera á svona lagað)
å (ut supra),
løyse (ekki tvíhljóðana aftur, allt nema tvíhljóða)
oppgåvene (gåååååååååååååååååvene, tóku ekki örugglega allir eftir því að það er LANGUR sérhljóði hérna, EKKI stuttur)
Sjáið þetta bara. 82% setningarinnar er bull. Anakrónismi frá helvíti. Dæmin eru óþrotleg. Lesið orðin upphátt fyrir sjálf ykkur.
Ég get ekki meðtekið upplýsingar sem ég les á nýnorsku því ég er svo upptekinn af því að hlæja inni í mér að til sé svona asnalegur hlutur. Og svo heyri ég bara fyrir innra eyranu einhvers konar honnere honnere honnere-sönglanda, OG EKKERT ANNAÐ. Hámark absýrunnar.
mánudagur, nóvember 06, 2006
Brjálæðingur sem sullar mat framan á sig og er alveg sama
Ég er í of víðri, grænni Russell Athletic-peysu í dag og lít samkvæmt því út eins og vistmaður á stofnun. Þetta uppgötvaði ég þegar ég varð áskynja risastórs og óútskýrðs fitubletts framan á henni áðan. Til að draga taum listrænnar harmóníu verð ég í joggingbuxum á morgun.
Ég er í of víðri, grænni Russell Athletic-peysu í dag og lít samkvæmt því út eins og vistmaður á stofnun. Þetta uppgötvaði ég þegar ég varð áskynja risastórs og óútskýrðs fitubletts framan á henni áðan. Til að draga taum listrænnar harmóníu verð ég í joggingbuxum á morgun.