Þessa dagana er vart rætt um annað en The Passion of the Christ, enda ágæt mynd í alla staði. Skemmtilegast við þessa umræðu alla finnst mér þó allar jarteinasögurnar í dagblöðunum um að stórglæpamenn hafi iðrast fyrir sakir blóðs Krists í bíó og hlaupið beint á næstu lögreglustöð sér til tyftingar.
Sýnir það kannski hversu mikið mál þessi mynd þykir á sumum bæjum.
Töluorð
Alltaf þegar ég kaupi mér snúð bið ég viðkomandi að skera snúðinn í fernt fyrir mig. Þetta hefur aldrei komist til skila í fyrstu tilraun, ég fæ alltaf snúðinn í tveimur hlutum en ekki fjórum fyrr en ég segi „í fjóra hluta“ og reyni ég þó að kveða skýrt að orði.
Máltilfinningu afgreiðslufólks á Íslandi er ábótavant.