miðvikudagur, október 29, 2008

Kong Christian paa sit Morgenridt



Það er allt frábært við þetta myndbrot. Allt frá mönnunum sem stíga af hjólinu og taka ofan, til kallsins með stúdentshúfuna við „Saftige pærer“-standinn. Kóngurinn meðal fólksins á tímum ótta og niðurlægingar. „Ég þurfti engan lífvörð, öll Kaupmannahöfn var lífvörður minn.“

Myndi óður skríll ráðast á dr. Ólaf Ragnar við sambærilegar aðstæður á götum Reykjavíkur?

þriðjudagur, október 28, 2008

Sæt orð í eyru hins barða þræls alþjóðasamfélagsins

„Ertu frá Íslandi? Já, landinu sem á svona ógeðslega gott handboltalandslið? Frábært. Unnuð þið okkur ekki á Ólympíuleikunum? Vá.“

sunnudagur, október 26, 2008

Konkret og afstrakt hugleiðingar um eðli tímans

Rétt í þessu var ég að horfa á klukkuna í tölvunni minni verða 02:59 og síðan 02:00. Þessa atburðar hef ég beðið við skjáinn í þrjá klukkutíma, og viti menn, hann varð. Skýringar er að leita í gildisgöngu vetrartíma.

Hefur þessi klukkustund nú verið dæmd úr leik? Hafa atburðir hennar ekkert gildi fyrir rétti? Er merking þessa tíma neikvæð tala, eða núllmengi? Hékk ég ekki á internetinu undanfarna klukkustund? Stöðvaðist tíminn svo að geimverur gætu komið og rannsakað mig?

En konkret ályktanir sem af þessu má draga eru meðal annarra þær að nú er klukkan á Íslandi aðeins einum tíma á eftir mér, og klukkan hjá Helga í Argentínu er þremur tímum á eftir. Fyrir aðeins örfáum dögum var hún fimm tímum á eftir, en nú er vor í Argentínu og haust í Þýskalandi og svona veltist heimurinn Magnús minn.

Ég finn að ég þrái að tjá mig frekar um þetta mál. Ég ætla að rita bækling, eða pamflett, og dreifa honum meðal vegfarenda á torgum. Bæklingurinn mun heita: Konkret og afstrakt hugleiðingar um eðli tímans, eins og þegar hefur verið gefið í skyn í fyrirsögn.

Höfundur er þjóðfélagsfræðingur.

fimmtudagur, október 23, 2008

Nýr maður

Ef einhvern skyldi langa til að senda mér hótunarbréf/aðdáendabréf eða finna mig í fjöru af öðrum ástæðum, þá er þetta heimilisfangið mitt:

Atli Freyr Steinthorsson
Heuberger-Tor-Weg 15, Zi. 1012
72076 Tübingen
DEUTSCHLAND

Símanúmerið mitt af sömu ástæðum og að ofan:

00 49 (0) 152 0302 1695

Þakka ykkur fyrir.
Við eldhúsborðið eða Verbrannte Schafköpfe

„Mmmmmm, nammi namm. Hljómar vel. Við þyrftum eiginlega að halda matarboð þar sem allir elda þjóðarrétti að heiman. En, Atli, þú ert ekki búinn að segja neitt. Hvaða þjóðarrétti eigið þið?“

miðvikudagur, október 22, 2008

2. september 1939

- „Góðan dag. Atli heiti ég og langar til að millifæra fé af bankareikningi mínum hjá ykkur á reikning í Deutsche Bank í Þýskalandi.“

- „Já, það tekur viku, minnst. Öll svona erindi fara í gegnum nefnd í Seðlabankanum sem metur hugsanlega þörf þína fyrir gjaldeyri.“

mánudagur, október 20, 2008

Þessu tengt eða Novaya Islandiya

Viðskiptablaðamaður benti mér á þessa grein í virðulegasta dagblaði Noregs. Þar má lesa eftirfarandi um málefni Íslands: „I løpet av helgen har både Frp-leder Siv Jensen og Høyre-leder Erna Solberg uttalt at Norge må hjelpe nabolandet i øst.“

Nú má benda á að næsta eyja í austur frá Noregi er rússneska eylandið Novaya Zemlya. Það hefur verið notað sem test site fyrir rússneskar kjarnorkusprengjur í áranna rás.

Táknrænn misskilningur.
Geir Haarde, hirðstjóri

AFS: Samþykkir þú fyrir þitt leyti og norsku þjóðarinnar að Ísland verði fylki í Noregi?

Norski skiptineminn: Já.

fimmtudagur, október 16, 2008

Qualität

Sá maður hefur ekki lifað sem ekki hefur drukkið alpamjólk frá Weihenstephan. Guð minn góður hvað þetta er gott.

sunnudagur, október 12, 2008

Klapp á öxl

AFS: Landid mitt er gjaldthrota. Thid vorud nu svo vinsamleg ad lana okkur fjora milljarda evra. Takk fyrir.

Maria, fra Russlandi: Ekki horfa a mig, eg lanadi ykkur thetta ekki.

Irina, fra Russlandi: Thad var eg sem gaf ykkur thetta, eg aetladi bara ekki ad segja ther fra thvi.

föstudagur, október 10, 2008

1. september 1939

Nu hef eg setid a netkaffihusi i fimm klukkutima og farid samviskusamlega yfir öll islensk dagblöd og frettatima ljosvakamidla undanfarna viku.

Eg er namsmadur i Thyskalandi og heimurinn er ad hrynja.
Sehr geehrte Damen und Herren.

Thad er ekki gaman ad vera staddur i utlöndum, tho ekki nema i Thyskalandi, og hringja heim og thegar klinkid klarast heyrir madur: "Allir bankarnir eru farnir a hausinn, og Gordon Brown greip til adgerda gegn Islendingum med visun i hrydjuverkalög og thad er allt ad fara til an ..." *krrrrrrssssssssssssss bíb bíb bíb bíb*.

Og eftir stendur madur i tikallasima Deutsche Telekom fyrir framan husid thar sem Philipp Melanchton fattadi ad pafinn vaeri i raun sjalfumgladur faviti, og heldur ad eyjan manns se i sae sokkin.

HVAD ER AD GERAST?

Frelsisinneignin min er buin, eg er ekki kominn med thyskt numer, eg er ekki enn kominn med internet heima i herberginu minu, eg er ekki med sjonvarp. I Schwäbisches Tagblatt er ekki ad finna frettir af brennandi smarikjum, heldur einungis upplysingar um nyt i kum og lesendabref fra reidum professorum sem motmaela thvi harkalega ad Troja hafi i raun verid i Kilikiu.

En: Eg er med utvarp i simanum minum. Fyrsta fyrirsögn i fyrsta frettatimanum sem eg heyrdi var svona: "Island vor der Pleite - ein ganzes Land am Rande des Staatsbankrotts," eda: "Islendingar blankir - heilt land rambar a barmi gjaldthrots".

Eg for ad hitta fulla Thjodverja um daginn og nefndi land mitt. "Ach ja, das Land mit der Finanzkrise?" var svarid. Vidkomandi vissi ekki hver Björk var, hafdi aldrei heyrt um álfa. Nei. Finanzkrise. Thetta hefur vist verid i sjonvarpinu dag eftir dag.

Hversu hátt og hratt getur ein thjod fallid?

Eg held ad naesta aratuginn muni Passiusalmar Hallgrims Peturssonar seljast i bilförmum. I fyrsta sinn sidan a dögum pietisks retttrunadar a 17. öld munu Islendingar hafa raunverulega thörf fyrir ad hugleida syndir sinar og brot, refsingu vid theim og blódskuld og bölvan stranga (haha, nu er haegt ad kalla husnaedislan og erlend myntkörfulan a Islandi "blódskuldir", sko Hallgrim).

I fyrsta sinn sidan a 17. öld tharft thu ad idrast, thu thjod sem lest glepjast af vixlurum, og greida blódskuld thina.

Hedan er annars allt gott ad fretta.

föstudagur, október 03, 2008

Þú

Komdu!

fimmtudagur, október 02, 2008

Kveðjupartí

Annað kvöld klukkan 21 held ég kveðjupartí á efstu hæð Priksins. Óljóst er hvenær því lýkur, ef nokkurn tíma. Ástæða partísins er brottför mín til Þýskalands. Þér, vinur góður, er boðið.