Mér líður eins og götustráki eða Fagurfræðilegt mótvægiÓlíklegasta fólk vafrar um internetið. Það getur bara sleppt því að lesa síðustu færslu og lesið þetta fallega ljóð í staðinn, og
hlustað á Rannveigu Fríðu Bragadóttur syngja það. Þetta fangar svo vel, lag og ljóð, þegar kvöldhiminninn verður fjólublár á Íslandi á sumrin.
SólskríkjanSú rödd var svo fögur, svo hugljúf og hrein,
sem hljómaði til mín úr dálitlum runni;
hún sat þar um nætur og söng þar á grein
svo sólfögur ljóð um svo margt, sem ég unni,
og kvöld eftir kvöld hóf hún ástarljóð ein —
ó, ef að þú vissir, hvað mikið hún kunni.
Þar söng hún í kyrrðinni elskhugans óð
um óbyggðar heiðar og víðsýnið fríða,
og æskunnar barnglaða, blíðróma ljóð,
sem biður þess, sumarið, aldrei að líða;
því sitja þar vorkvöldin hlustandi hljóð,
því hika þar nætur og dreymandi bíða.
En fjarri er nú söngur þinn, sólskríkjan mín,
og sumur þíns vinar hin fegurstu liðin;
hann langar svo oft heim á Þórsmörk til þín,
hann þráir svo ljóðin og vornæturfriðinn, —
hann harmar í skógunum hrjósturlönd sín,
hann hlustar sem gestur á náttgalakliðinn.
-
Þorsteinn Erlingsson, lagið eftir Jón Laxdal.