laugardagur, apríl 29, 2006

Taking crap from other people

Ég hef sjaldan fengið jafn ofsafengin og ofstækiskennd viðbrögð við nokkurri hugdettu og þeirri að fara á sjóinn. Menn hella sér yfir mig unnvörpum og frussa á mig bókstaflega. Í þessu gamla sjósamfélagi.

Ótrúlegt að þegar ungur maður segist vilja fara á sjóinn þá láta allir eins og hann hafi sagt: Ég ætla að myrða ömmu mína með sveðju og sturta henni í klósettið.

Nú er eitt af tvennu til í þessu: 1) Þið haldið að ég sé að grínast. Nei, ég er ekki að grínast. Ég hef gaman af þjóðlegri erfiðisvinnu. Og líka miklum peningum. 2) Þið haldið að ég geti þetta ekki. Það er rangt hjá ykkur, ég er stórbyggður og vann þjóðlega erfiðisvinnu í sveit í tvö sumur með almennum og góðum árangri.

Walter Benjamin hefði sagt að þessi ofstækisfullu viðbrögð væru varnarviðbrögð valdhafanna (les: þeirra sem eru í útgerðarklíkunni). Ég læt þau sem vind um eyru þjóta því ég ætla að skrifa mannkynssöguna.
Mind your dick-tion

Nýr raunveruleikaþáttur þar sem amrískar klámstjörnur resítera Shakespeare á West End? Hef ég beðið eftir þessu alla ævi? Já.

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Guð skipaði mér að gera þetta

Fara á sjóinn í sjö ár, græða 70 milljónir, kaupa bíl og fasteign, leggja afganginn í banka og lifa af vöxtunum til æviloka sem man of letters og skrifa bækur.

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Prison Break

Þegar Abruzzi ákvað að treysta T-Bag í síðustu viku og stinga hann ekki á hol lamdi ég í vegginn af alefli og öskraði: ÞÚ GETUR EKKI TREYST HONUM HELVÍTIÐ ÞITT!!!!! Og síðan skar T-Bag hann á háls. Þessir þættir eru meira spennandi en andskotinn sjálfur. ÞEIR KOMAST ALDREI ÚR ÞESSU HELVÍTIS FANGELSI! Stundum nær söguvitundin völdum á mér og ég ímynda mér að svona hafi fólki liðið á kvöldvökunni undir rímum af fornköppum.
Ellin

Ég þurfti að hugsa mig vel um áðan hvort ég væri 22 ára eða 23 ára. Ég mundi það ekki.

mánudagur, apríl 17, 2006

Framhaldsfærsla um léttúðina

Þetta þjóðfélag þarf á kalvínistabyltingu að halda. Fyrsta verk kalvínistastjórnar undir mínu forsæti væri afnám litasjónvarps.
Bak við glerið

Svo ég haldi áfram að lofa tæknimenn Ríkisútvarpsins, þessa vormenn Íslands, þá sagði einn áðan upp úr eins manns hljóði: „Mér finnst að búðir eigi að vera lokaðar á föstudaginn langa. Það er kúl.“
Ég vyll líka

Tæknimaður á Ríkisútvarpinu þeytir skífum í frístundum sínum og semur slæðing af danstónlist. Hann var í tölvunni um daginn og ég spurði hann hvað hann væri að gera. Hann sagðist vera á Myspace að tala við erlendan DJ og frægan tónsmið, sem væri eiginlega stærsta nafnið í bransanum og átrúnaðargoð hans frá barnæsku. Ég hef gleymt hvað sá maður hét. En þessi frægi maður hafði þá samþykkt að hlusta á efni frá téðum tæknimanni.

Nú er mín spurning þessi: Get ég farið á Myspace og átt fyrirhafnarlaus samskipti við páfann og beðið hann að koma í kaffi á þriðjudaginn?

sunnudagur, apríl 16, 2006

Urbi et orbi

Vá hvað páfinn talar ítölsku með sterkum þýskum hreim.

Þegar ég verð páfi held ég urbi et orbi á latínu. Og tjái mig ekki á öðru máli við nokkurn mann yfirleitt en á latínu.
Nonni og Mommi

Skyldu arabísku nöfnin Mahmoud og Mohammad vera tvö form á sama nafni, svipað og Jón og Jóhannes?

föstudagur, apríl 14, 2006

Engill Guðs er ekki Levíaþan

Ég lá uppi í rúmi með minni heittelskuðu Emmu Kirkby að hlusta á hana syngja þegar ég uppgötvaði að síðasta færsla á ekki rétt á sér.

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Levíaþan og Belsebúb

Rauðhært og svarthært fólk, sérstaklega gyðinglegt, er sinister.
Leiðinlegt fólk

Díses kræst.

sunnudagur, apríl 09, 2006

Hnignun menningarinnar

Menn segja að föstudagurinn langi hafi verið versti dagur ársins þegar útvarpið ríkti einrátt yfir landinu. Þá var allt lokað og spiluð sorgartónlist allan daginn. Og ekkert opið og ekkert við að vera. Þetta hafi stuðlað að vondu mannlífi.

Þessu er ég í meginatriðum ósammála. Föstudagurinn langi er hryggðardagur. Þá á allt að vera lokað og þá á að spila sorgartónlist í útvarpinu. Hippaónytjungarnir sem fóru að opna búðir á föstudaginn langa, dansa á skítugum skemmtilókölum og umfram allt stofnuðu léttúðugar útvarpsstöðvar til að eyðileggja hryggðardaginn munu finna óvin sinn í háum stafla af barokktónlist í moll og jarðarfararmörsum sem ég hef á skrifborðinu mínu og verður leikinn í Ríkisútvarpið 14. apríl næstkomandi.
Alheimsfegurðardrottningin Unnur Birna Vilhjálmsdóttir í Sjálfstæðu fólki á Stöð 2

„Mér hefur alltaf gengið vel í íslensku og fundist svo gaman að skrifa íslensku og pæla í svona þúst gömlum orðatiltökum.“

Kakistókrasían í fúll svíng, hinir síðustu munu fyrstir verða.
Kiljan innan um sleipiefnið

Það er gott að í reiðhöllum þessa heims finnast enn menningarhorn. Þannig verður mannsandanum bjargað.

laugardagur, apríl 08, 2006

Atli

Atli Freyr Steinþórsson býr í Efstalandi 10, 108 Reykjavík.

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Dæmisagan af Kúnstakademíunni

Menn breytast í Hitler vegna þess sem þeir fá ekki.

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Lofgjörð

Marc-Antoine Charpentier. Marc-Antoine Charpentier. Marc-Antoine Charpentier.

laugardagur, apríl 01, 2006

Málfarslegt ósætti

Nú fyrir stundu hringdi í mig Xur Xursson og sagði efnislega að orðið hvalaskoðun ætti að bera fram með önghljóði í framstöðu en ekki lokhljóði eins og ég gerðist sekur um. Ég er hjartanlega ósammála því.

Í málfarsfréttum er það helst að á Austurlandi er tækt að segja um símaviðskipti milli manna 'ég náði um hann' þegar átt er við 'ég náði í hann'. Norðlendingar segja 'ég náði á honum'.