miðvikudagur, maí 26, 2004

Gaudium cordis

Factum est! Novem quinque! Novem quinque! Ég er svo glaður at ord ikke kan udsige det. Loksins rofar til eftir hroðamyrkrið. Ég ætla út með sól í hjarta að dansa við síðasta rítornellóið í L'Orfeo eftir Monteverdi og móreskuna sem kemur á eftir því. Vegfarendum er boðið að slást í dansinn. Einu sinni var mér nefnilega kennt að það hljómaði mjög gáfulega að hrósa rítornellói í tónlist. Quod nunc feci.

Jæja, ég má annars ekki vera að þessu, ég þarf að fara að læra kastiljanó.
Nei, ekki tilviljanir

Þessi reynslusaga styður enn frekar kenningu mína um póstmódernískar menningarkorrelasjónir þegar mann síst varir, eins og ég bloggaði um 19. mars þessa árs, og Hjalti 19. maí þessa árs. Sko, meira að segja í þessu máli eru korrelasjónir, báðir blogguðu 19. dag mánaðar sem byrjaði á m. Tilviljun? HA?

Ég hef þá kenningu að svona „tilviljanir“ séu ekkert tilviljanir heldur lúti mjög ströngum lögmálum. Það þarf bara að safna svona sögum saman og sjá út patternið í þeim. Þetta menningarlega „óreiðulögmál“ ætla ég að leiða í ljós með tíð og tíma. The Steinthorsson Principle hljómar vel.

þriðjudagur, maí 25, 2004

Edith

Brynhildur „Piaf“ Guðjónsdóttir er gyðja. Thea. Dea. Venere. Gudinde. Göttin. Goddess.
Das Rauchen

Ég spyr: Hvenær verður svona allsherjarreykingabann sett á Íslandi? Það er ekkert ógeðslegra en einstaklingar sem halda að allir vilji njóta reyksins með þeim. Það er þjóðþrifamál hið mesta að útrýma þessu.

sunnudagur, maí 23, 2004

Úr stjórnmálaheimi annarra stórvelda

Guð minn góður, hvað þetta er fyndin mynd. Þarna eru þau Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, Gesine Schwan, forsetaframbjóðandi sósíaldemókrata, og það sem mér sýnist vera Franz Müntefering, flokksformaður sósíaldemókrata, að hlæja voða hátt saman.

Nú er það reyndar orðið ljóst að Horst Köhler verður níundi Bundespräsidentinn, en hefði Gesine Schwan orðið forseti Þýskalands hefði hún væntanlega verið fyrsta hesta-kindar-hybridið til að hljóta þá stöðu. Sjáið þið tanngarðinn og hárið á manneskjunni? Hver skyldi annars hafa sagt brandarann? Ég giska á Schröder, því það er svona lúmskur prakkarahláturssvipur á honum, en Gesine heldur sér í borðið og getur ekki andað af hlátri, þannig að hún er líklegast að hlæja að annars manns brandara en eigin. Franz Müntefering er meira að segja klappandi, varla fyrir sjálfum sér, þannig að hann er sjálfsagt að fagna því hversu fyndinn elsku kanslarinn er.

laugardagur, maí 22, 2004

Stórveldisstjórnmál

Álftaneshreyfingin, stjórnmálasamtök byltingarsinnaðra kommúnista í Bessastaðahreppi, sendi bækling á hvert heimili í hreppnum í dag þar sem dagar byltingarinnar eru boðaðir. Kannski ekki beint, en skilyrði hennar eru rakin, því eins og allir góðir menn vita er ekki hægt að setja á fót kommúnistaríki í landi þar sem kapítalismi hefur ekki náð fullum þroska. Harðsvíraðir kommúnistarnir svífast einskis í byltingartilraunum sínum og láta meirihlutann í hreppsnefndinni finna fyrir því. Ég gríp niður í þennan ágæta bækling af handahófi, enda sama hvar niður er borið þar sem frelsisástin og gustur rauða fánans leikur hvarvetna um mann:

„Við höfum flutt tillögur um að hreppsnefndarfundir væru hljóðritaðir og stefnt að útsendingu þeirra. Oddviti og sveitastjóri [sic, já það eru margar sveitir á Álftanesi] hafa ævinlega talað gegn þessari hugmynd [vondi og heimski hreppstjóri, að traðka svona freklega á hinum velmeinandi mannvinum í byltingarsellunni], talið hana bæði óþarfa og kostnaðarsama. Nú ber svo vel við að Snorri Finnlaugsson, formaður hreppsráðs, hefur tekur [sic, já, kommúnistarnir eru ekki aðeins byltingarsinnaðir í stjórnvaldsefnum heldur einnig málfræðilegum, Gyðja Eilífrar Skynsemi blessi þá fyrir það] undir málflutning okkar og sveitarstjórinn hefur séð sig um hönd. Stefnir því í að fundirnir verði teknir upp strax í vor og sendir út myndrænt á næstunni. Endurbætur á heimasíðu hreppsins eru einnig tilkomnar vegna þrýstings frá Álftaneshreyfingunni.“

Guði sé lof, guði sé lof fyrir það að hér í hreppnum skuli vera rekinn svo mikill og sterkur lobbýismi sem Álftaneshreyfingin stendur fyrir. Ekki aðeins beita þeir sér af offorsi gegn hvers kyns valdníðslu yfirvalda sem stefnir að því að stjórna bak við tjöldin og útiloka borgarana frá stjórnskipaninni, heldur neitar Álftaneshreyfingin, hún neitar að sætta sig við að heimasíða Bessastaðahrepps sé svo ljót sem raun ber vitni. Var það hreppsstjórnin sem átti frumkvæðið að þessu verki? Var það fyrir tilstilli einhverra góðra manna á þeim vígstöðvum að sú skömm sem hreppurinn þurfti að búa við á opinberum vettvangi var útmáð? Nei! Það var Álftaneshreyfingin sem beitti sér af stolti í þessu máli gegn tregum og heimskum valdhöfum sem skilja ekki kall tímans og láta heimasíðuna, fjöregg hrepps vors, drabbast niður í stekk einn. Það var fyrir heilagan þrýsting frá hermönnum Drottins, Álftaneshreyfingunni, sem þessu var hrint í framkvæmd og lasti þá enginn fyrir það. Frá Álftaneshreyfingunni!

Annars er það að frétta héðan úr hreppnum að á þjóðhátíðardaginn næsta verður gefin út sú fororðníng að hreppur sjá skuli eigi lengur hreppur heitinn vera, heldur „sveitarfélagið Álftanes“. Þá bý ég ekki lengur í Bessastaðahreppi, heldur bara á Álftanesi.

Samfara þeirri status-elevasjón sem það er mun sveitarfélagið fara fram á það við Garðabæ að stjórnsýslumörk þess verði færð lengra inn á land Garðabæjar og hann láti ákveðin landsvæði af hendi. Eðlilegt er talið að hið nýja sveitarfélag hafi stjórnsýslurétt á landi austur fyrir vatnasvæði Skógtjarnar og að Gálgahrauni, markalína gangi í suðvestur í sjó fram.

Er þetta ekki dæmigert fyrir þá harðstjórn sem hér tíðkast? Sannaðist hún ekki á valdhafa með æðisgenginni mótstöðu þeirra ekki aðeins gegn hljóðritun hreppsnefndarfunda heldur og betrumbótum á heimasíðunni? Nei, góðir borgarar! Nú stendur hreppstjórinn við Garðabæjarskiltið á Bessastaðaafleggjaranum, marserar fram og til baka og öskrar: „Lebensraum! Wir brauchen Lebensraum!“

Það er gott að vita til þess að hér standi Álftaneshreyfingin vörðinn með brugðnum bröndum. Stjórnarandstöðunni er vandlifað í stórveldi sem þráir að skaka vopn sín gegn eigin borgurum og illum nágrannaríkjum.
Lútherskt sálmakvak

Hversu steikt er það að vera með sálm á heilanum?

föstudagur, maí 21, 2004

Uppástunga

Í öllum þeim djöfuldómi af texta hvers hljómdýrð ég er búinn að teyga með augum mínum síðastliðnar vikur, hefur mér fundist langskemmtilegast að lesa hexametur. Það er í svo skemmtilegu formi, þeas. ekki of lítið og ekki of mikið. Línan er alveg nógu passleg til að ná heildarmerkingu með einni augnagotu og til að muna þýðingu orða í samhengi við önnur orð. Síðan er hljómurinn í þeim svo guðdómlega rythmískur. Dæmi:

Talibus orantem dictis arasque tenentem
audiit Omnipotens, oculosque ad moenia torsit
regia et oblitos famae melioris amantis.
tum sic Mercurium adloquitur ac talia mandat:
"vade age, nate, voca Zephyros et labere pennis
Dardaniumque ducem, Tyria Karthagine qui nunc
exspectat fatisque datas non respicit urbes,
adloquere et celeris defer mea dicta per auras. [...]"


Fornyrðislag er algjör andstæða þessa. Ekki rythmískt séð, alls ekki, en formskipunarlega séð. Þar er pínulítil mjó súla sem gengur niður síðuna svo að sums staðar standa tvö orð í línu, jafnvel eitt. Það er ómögulegt að ná heildarmerkingu í þetta með einu augnakasti. Ég veit ekki um þig, ágæti lesari, en ég er vanur því að lesa fáein orð frá vinstri til hægri en ekki eitt og eitt orð í línu niður á við. Dæmi:

Hljóðs bið eg allar
helgar kindir,
meiri og minni
mögu Heimdallar.
Viltu að eg, Valföður,
vel fyr telja
forn spjöll fira,
þau er fremst um man.
Eg man jötna
ár um borna,
þá er forðum mig
fædda höfðu.
Níu man eg heima,
níu íviði,
mjötvið mæran
fyr mold neðan.
Ár var alda,
það er ekki var,
var-a sandur né sær
né svalar unnir;
jörð fannst æva
né upphiminn,
gap var ginnunga
en gras hvergi,
áður Burs synir
bjöðum um ypptu,
þeir er Miðgarð
mæran skópu;
sól skein sunnan
á salar steina,
þá var grund gróin
grænum lauki.
Sól varp sunnan,
sinni mána,
hendi inni hægri
um himinjöður;
sól það né vissi
hvar hún sali átti,
stjörnur það né vissu
hvar þær staði áttu,
máni það né vissi
hvað hann megins átti.


Í gær var ég að lesa Helgakviðu Hundingsbana og í bölbænum Sigrúnar Högnadóttur, 31.—33. vísu, hugsaði ég með mér hvað það væri afskaplega Virgilslegur Dídómónólóg. Allt í einu sló leiftri niður í mig, í mér tengdust meginþræðir og í örskotsstund stóðu öll sannindi heimsins ljóslifandi frammi fyrir mér: væri ekki sniðugt að heimfæra þetta mjög svo indæla hexametursform upp á eddukvæðin? Hafa jafnvel þrjú gömul vísuorð í einu nýju? Þá skrifaði ég þetta upp:

Hljóðs bið eg allar helgar kindir, meiri og minni
mögu Heimdallar. Viltu að eg, Valföður, vel fyr telja
forn spjöll fira, þau er fremst um man. Eg man jötna
ár um borna, þá er forðum mig fædda höfðu.
Níu man eg heima, níu íviði, mjötvið mæran
fyr mold neðan. Ár var alda, það er ekki var,
var-a sandur né sær né svalar unnir; jörð fannst æva
né upphiminn, gap var ginnunga en gras hvergi,
áður Burs synir bjöðum um ypptu, þeir er Miðgarð
mæran skópu; sól skein sunnan á salar steina,
þá var grund gróin grænum lauki. Sól varp sunnan,
sinni mána, hendi inni hægri um himinjöður;
sól það né vissi hvar hún sali átti, stjörnur það né vissu
hvar þær staði áttu, máni það né vissi hvað hann megins átti.


Þetta er svo fallegt svona að ég klökkna. Þetta er fegursta textabrot sem ég hef augum litið. Íslenskur miðaldaskáldskapur í fegursta Miðjarðarhafsbúningi, ekki þessu staccato fornyrðislagsfangelsi. Er ekki kominn tími til að setja eddukvæðin á annan endann?

fimmtudagur, maí 20, 2004

Illvilji

Þetta afhöfðunarmyndband er ekkert geðslegt. Þetta er maður að deyja. En maður reynir að segja sér að þetta er ekki fyrsti maðurinn til að hljóta þennan dauðdaga og ekki sá síðasti. Það hjálpar manni samt ekkert.

miðvikudagur, maí 19, 2004

Ég var að skoða þetta áðan og datt þetta allt í einu í hug:

Blogg á hollensku (ik heb niet te maken!)

Ik ben thuis op dit uur, maar vanavond ga ik een film zien. De film heet "Troje" en gaat over de Trojaanse oorlog als de Grieken kampten tegen de stad Troje.

Ik ben blij dat ik wordt de film kijken.

mánudagur, maí 17, 2004

The Beauty of Boston English

Due to popular demand (!), I feel obliged to translate my last post from Icelandic into English. So here goes:

Survivre

Sometimes, I get hooked on Survivre (Franconization of the show’s name pathetically supposed to induce laughter). I think I’ve followed at least two series in their entirety out of those seven that have been shown although occasionally missing an episode or two.

Yesterday, I caught a glimpse of the show that set my mind on fire. For I, devoted listeners, seldom take a liking to this kind of stuff (i.e. reality shows and such) for the same reasons others do, as those of you who know me might know. It went like this: Boston Rob won a pick-up truck in a reward challenge and was allowed to cruise in it to a drive-in theatre alongside a fellow Survivor of his choice. Of course, he chose his beautiful, beloved Amber.

But then I heard there’s a reason for why he’s called Boston Rob. He is (yes, brace yourselves) from Boston and as such speaks a variant of English called Boston English.

When Boston Rob was asked whom he wanted to mitnehmen to the drive-in (again, foreign slang supposed to induce laughter), he said: „Ambeh. Of cohs.“ As a matter of fact, Bostonians do not pronounce their r’s like the rest of America does, but more in the vein of the English. For example, the say Haavaad, not HaRRvaRRd. They also pronounce their vowels in an interesting way; pronounce ‘therefore’ something like [ðea’fua] instead of [ðer’for]. In that way, they establish for themselves a linguistic distinctiveness in America, cf. these web pages.

People will at once realize what I’m talking about when I point out President John F. Kennedy, who spoke English in a rather peculiar way, namely Boston English, the same variant Boston Rob speaks as is to be heard here and here. Civis Romanus sum.

I’m going to move to Boston.

Then, Önundur Páll Ragnarsson, stud. iur. at the University of Iceland, commented in the following fashion:

Senator Kerry must speak in that way, too. Isn’t he of some exceedingly noble Boston family?

Then, I, under my assumed Latin pseudonym, retorted thus:

At least I think he doesn’t speak Boston English in the same pure way Kennedy did. In any case, it’s clear that Boston English is associated with the American ruling class and their politicians, cf. that Mayor Quimby of Springfield in The Simpsons is made to speak Boston English.

sunnudagur, maí 16, 2004

Survivre

Stundum dett ég inn í Survivre. Ég held ég hafi fylgst með a.m.k. tveimur þáttaröðum í heild sinni af þessum sjö sem búnar eru þótt ég hafi misst af einum og einum þætti.

Ég sá hluta úr þættinum í gær sem kveikti loga í huga mér. Því ég, kæru hlustendur, er sjaldnast hrifinn af einhverju svona löguðu á sömu forsendum og annað fólk eins og þeir sem þekkja mig vita. Þannig var að Boston Rob vann í keppni um pikköpp-trukk og mátti krúsa á honum í bílabíó með félaga að eigin vali. Að sjálfsögðu valdi hann sína heittelskuðu, Amber hina fögru.

En þá heyrði ég að það er ástæða fyrir því að hann er kallaður Boston Rob. Hann er (já, brace yourselves) frá Boston og sem slíkur talar hann enskuvaríant sem er kallaður Boston English.

Þegar Boston Rob var spurður að því hvern hann vildi mitnehma í bílabíóið þá sagði hann: „Ambeh. Of cohs.“ Boston-búar bera r ekki fram eins og restin af Ameríku, heldur meira eins og Bretar, og segja til dæmis Haavaad, ekki HaRRvaRRd. Þá bera þeir suma sérhljóða afar skemmtilega fram, bera 'therefore' fram sem [ðea'fúa] en ekki [ðer'for]. Þannig skapa þeir sér mjög ákveðna lingvistíska sérstöðu þar í landi, sbr. þessar lýðvefssíður.

Fólk kannast umsvifalaust við um hvað ég er að tala þegar ég bendi því á President John F. Kennedy, en hann talaði ensku svolítið skrýtilega, nefnilega Boston English, sama varíant og Boston Rob, eins og heyra má hér og hér. Civis Romanus sum.
´
Ég ætla að flytja til Boston.

laugardagur, maí 15, 2004

DEKLARATION

Ákveðnir Menn hafa gengið fram fyrir Skjöldu og átt í linnulausri Rógsherferð gegn Dönsku Konungsfjölskyldunni, rèttu Yfirvaldi Eylands þess vèr byggjum, og fært Dár og Spè með Kómík sterkri að hennar Blessaða Krónprinsi og Ríkisarfa — sem í gær fagnaði sínu Bryllaupi í Vorrarfrúar-Kirkju í þeim Kóngsins Stað Kaupinhafn við almennan og hjartfólginn Fögnuð Lýðsins um gjörvallt hið Danska Ríki, einnig hèr á þeirri Ey IJslandi — hvört áðurnemt Athæfi Undirróðursmanna þessara og Revolutionista skyldi með öllu fordæmt bannsungið og in toto refsivert vera.

Nú sem Vèr að Guðs og Heilags Anda Náð tilkallaðri lýsum yfir að Atburðir þeir er gjörst hafa milli Glæpastjórnar þeirrar — er rèttu Magti frá þeim Dönsku stal er þeir vóru hart Occuperaðir af þeim Þjóðversku Djöfuls Skálkum — og Forseta þess er sitja í Ríkisómynd þeirri IJslandi — er gegn Guðs rèttlátum Lögum stendur hèr á hans Jörðu — munu í Náinni Framtíð að Ríkisins Ömurlegu Hruni og Brotthvarfi niður í þá Belsebúbs-Skugga — hvaðan það in principio kom — stuðla, þá GJÖRUM VÈR LÝÐUM LJÓST að í þeirri Ringel-Reið er í Ríkinu mun myndast mun Lið Konungssinna úr Öskunni rísa, VALDIÐ GRÍPANDI.

Að hvörjum Guðs Velsignuðum Atburði skeðum munu Landsins rétt Yfirvöld grípa Undirróðursmenn þessa og Revolutionista og þá í Varðhald setja þar sem þeir bíða munu sinnar Henrettelsunar við Giljótínuna hvörrar nánari Niðurskipunarstaður mun með Konungsbrèfi tilkynntur verða en með þeirra ei grátlegri Burtköllun og að Lanzins dýrðlegri Gúvernmang restitúeraðri mun í Ríkinu skapast Eining sú og Friður er það HEFIR NÚ LENGI SÍÐAN SKORT.

Paa Bessested Kongsgaard den XV Maio MMIV

Kammerherr von Steenthorsen
[sign.]


Skítlegt eðli?

Eða var það gunga og drusla? Gott fólk, vér lifum sögulega tíma.

fimmtudagur, maí 13, 2004

GIBT ES FÜR SIE GAR KEINE GRENZEN, HERR GUNNARSSON, GAR KEINE GRENZEN?

Þórður Gunnarsson hringir í mig klukkan 01:52 að spyrja um þýskar sagnbeygingar.

miðvikudagur, maí 12, 2004

Gaman, gaman

Það stefnir allt í hasar og skemmtilegheit í stjórnvaldsmálum þjóðar vorrar. Ég segi málskotsréttur, þjóðaratkvæðagreiðsla, stjórnarslit, utanþingsstjórn! Ég segi stjórnarkreppa, afsagnir, þingrof, kosningar, stjórnmálamenn í almennri fýlu út í forsetann, eiðrof á eiðrof ofan, rugl og læti. Vrøvl og ballade!

Árið 1942 í íslensk stjórnmál 2004!
Katalónsk hljóðfræði og Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

Ég hef áður lýst því yfir að ég voni heitt og innilega að Andorra vinni í Júróvisjón. Þetta er svo skemmtilegt lag, sungið á svo skemmtilegu máli. Reyndar er sænska lagið skætt, en Lena virðist hafa fallið í þá gryfju sem norræni panellinn spáði í hinum stórkostlega þætti Inför Eurovisionen, nefnilega að syngja á ensku. Sem sagt: Det gör ondt (di jör únt), sensjúal; Oh, it hurts (ó itt hörrrrrrrds), ei sensjúal. Lena þessi er reyndar rétt tæplega fertug þó hún hafi boðið af sér þann þokka í myndbandinu frá svenska teve-inu að vera tvítugt stígvélabeib. Það er ótrúlegt að Svíarnir sendi alltaf inn ABBA-lög. Ég hætti að telja ABBA-hljómana í þessu lagi þegar ég var kominn upp í tíu þúsund. Þetta gerðu þeir líka '99 þegar þeir STÁLU SIGRINUM af okkur á ósvífinn hátt með ljóshærðri mjólkurbelju. Þess verður að hefna, það verður að brjóta hjálm Gotans og leka heilanum út! Hefði ekki verið gaman ef Eurovision '99 hefði valdið nýjum Norðurlandaófriði? Þá hefði „Kong Christian“ öðlast nýja merkingu.

En aftur að andorríska (andorrska, andorristíska) laginu. Við Halldóra Kristinsdóttir fellow-málfræðinörd þráum að vita hvernig það er borið fram, því upptökur af því sem fá má á lýðvefnum eru ekkert voðalega skýrar og reyndar flestar frekar óskýrar. Ég fletti upp í hljóðfræði-ensíklópedíunni minni sem hefur að geyma smákafla um hljóðfræði nokkurra útvalinna tungumála, þar á meðal katalónsku. Fyrir kaflanum er skráður einn Joaquim Llisterri sem er ábyggilega svona Eiríkur Rögnvaldsson Katalóníu.

Ég tók augljósa kostinn í stöðunni og sendi þessum lærdómsmanni eftirfarandi ímeil:

Catalan Phonetics and the Eurovision Song Contest

Dear Doctor Llisterri.

My name is Atli Freyr Steinthórsson*, and I am a student of linguistics in Iceland**. My friend and I are very much interested in the Romance languages, and especially Catalan.

We are keen on getting thoroughly acquainted with the pronunciation of that language, and when we learned that the entry from Andorra in the Eurovision Song Contest in Istanbul would be sung in Catalan, we thought it would be a great idea for us to learn this song by heart. Even though it is merely an insignificant pop song***, we thought it would be a good place to start as the lyrics are not written in a complex way, truth be told.

We were wondering whether you would be so kind as to give us a phonetic reproduction of this pop song or point out someone else who would be interested to do so. We believe that we may acquire a good understanding of Catalan phonetics by doing this, but most important of all: It would be fun watching Eurovision with this knowledge!****

These are the lyrics to the song:

JUGAREM A ESTIMAR-NOS

No en tinc cap dubte, cap dels dos sabem
per què estem junts aquesta nit
Tu no saps ni com em dic
i la veritat, tampoc jo sé el teu nom.
Potser és millor que no pensem en res
aprofitem que estem solets
aparquem tots els problemes
i disfrutem d'aquest moment
Aquesta nit farem que sigui nostra.
Aquesta nit podrem ser el que volguem
mentre esperem que surti el sol.
Vull que estiguem junts
que no deixem de jugar
vull que em diguis "jo t'estimo"
tot i no ser veritat.
vull que ens abracem
que disfrutem del moment
i jugar... jugarem a estimar-nos.

I quan el sol demà et tregui del llit
jo ja no seré al teu costat
només quedarà un record
el somni d'una nit d'estiu.
D' aquella nit que vam tenir tots dos
ben lluny de tota realitat.
Una nit que ara vivim
i volem que duri eternament.
On no importa res, només nosaltres.
Aquesta nit val tot, seré qui vulguis
mentre no aparegui el sol.

Vull que estiguem junts
que no deixem de jugar
vull que em diguis "jo t'estimo"
tot i no ser veritat.
vull que ens abracem
que disfrutem del moment
i jugar... jugarem a estimar-nos.
Vull que estiguem junts
que no deixem de jugar
vull que em diguis "jo t'estimo"
tot i no ser veritat.
vull que ens abracem
que disfrutem del moment
i jugar... jugarem a estimar-nos.
No tenim cap pressa
però no perdem temps
que quan surti el sol
la màgia es perderà.
Que la nit és llarga
però l' em d'aprofitar
seré el que tu vulguis fins que surti el sol
fins que surti el sol.

Vull que estiguem junts
que no deixem de jugar
vull que em diguis "jo t'estimo"
tot i no ser veritat.
vull que ens abracem
que disfrutem del moment
i jugar... jugarem a estimar-nos.
Vull que estiguem junts
que no deixem de jugar
vull que em diguis "jo t'estimo"
tot i no ser veritat.
vull que ens abracem
que disfrutem del moment
i jugar... jugarem a estimar-nos... fins que surti el solBest regards,

[sign.]

* Það á aldrei að hætta á að skrifa Steinþórsson, því þá halda útlendingar að ég heiti Steinporsson, eins og nokkrar tímaritaáskriftir hafa sannað.

** Hvað er þetta, maður? Ekki fer ég að segja manninum að ég sé menntaskólanemi! Síðan verð ég einhvers konar língvistikk-stúdent bráðum.

*** Ég varð að sýna manninum kirfilega fram á hversu doctissimus ég væri, og liti í raun niður á þetta popplag, en áhugi minn á því væri einvörðungu málvísindalegs eðlis.

**** Ég klykki út með að gera lítið úr eruditione minni, og manngeri mig svolítið.Sama dag fékk ég svohljóðandi svar:

Re: Catalan Phonetics and the Eurovision Song Contest

Dear Atli and Halldóra,

Thank you very much for your very nice and kind message. I would like to help, but I am going tomorrow for a linguistics conference, will be away for more than one week and still have to prepare my papers:-) I have forwarded your e-mail to the colleagues in my group, to see if they can help.

Good luck with your studies, and best regards from Barcelona.

Joaquim


Skyldi hann ekki hafa nennt þessu og diktað upp einhvern konferens eða átti þessi konferens sér í raun stað? Ég hef ekki fengið neitt svar frá vinnufélögum hans þannig að ég neyðist til að læra katalónska hljóðfræði á föstudeginum eftir grískuprófið og hljóðrita þetta sjálfur.

Það er erfitt að vera nörd, það er erfitt að vera nörd.
Ólýsanlegur hryllingur

Ég var að lesa Moggann áðan og byrjaði aftast eins og oft áður. Á bls. 45 var kvæðið Jónas Hallgrímsson eftir Snorra Hjartarson, völundarsmíð. Þá beindi ég augum mínum yfir á bls. 44 þar sem voru Staksteinar. Þar var byrjað á því að minnast á Katrínu Helgu Hallgrímsdóttur Deigluskríbent.

Mér brá nokkuð og hjartað sló örar. Hvað var þessi Hallgrímur að vilja í Moggann tvær síður í röð? Ég ætlaði mér að flýja þessa persekúsjón og fletti yfir á bls. 42 og það allra fyrsta sem ég rek augun í er helvítis lesendabréf frá HALLGRÍMI SVEINSSYNI! Ímyndið ykkur þessa ömurlegu og hröðu atburðarás og reynið að setja ykkur í mín spor.

ÞAÐ ERU TAKMÖRK FYRIR ÞVÍ HVERSU MARGA HALLGRÍMA MAÐUR ÞOLIR! ÞRÍR HALLGRÍMAR Á ÞREMUR SEKÚNDUM Á ÞREMUR BLAÐSÍÐUM ER BARA ALLTOF ANDSKOTI MIKIÐ FYRIR MIG!

Í þessu hugarvíli leið yfir mig og ég datt á gólfið.

þriðjudagur, maí 11, 2004

Hvernig umhorfs ætti að vera á Íslandi

Ég styð inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Reyndar tengist sá stuðningur minn ekki því sem flestir sjá í hillingum varðandi inngöngu í þennan ágæta selskap. Ég hef nefnilega það langtímamarkmið að þýska verði tekin upp sem stjórnsýslumál á Íslandi og finnst að innganga í Úníonið sé skref í þá átt.

Síðan var ég að gera mér grein fyrir að ég er líka konungssinni og styð persónusamband Íslands við Danakonung. Ég þarf að gerast fjelagi í Konunglega fjelaginu bráðum.

Ég held að ég hefði kunnað ágætlega við mig í Slésvík-Holstein árið 1800.

laugardagur, maí 08, 2004

Danir

Ég hef ekki gerst svo frægur að horfa á dönsku útgáfuna af The Practice. Hún er sýnd á RÚV og nefnist Forsvar. Í auglýsingum fyrir þann þátt eru aftur á móti sýnd brot úr þættinum og þar kom fyrir hús í klassískum stíl sem ég get mér til um að sé hæstiréttur Danmerkur. Á frísunni getur að líta MED LOV SKAL LAND BYGGES og þegar ég sá það hugsaði ég: „Jess, helvítis Danirnir stela öllu steini léttara, maður, sbr. 'með lögum skal land byggja en með ólögum eyða'.“ Síðan fór ég að kanna málið og neinei, kemst að því að einhver eldforn Jyske Lov hefjast á orðunum „Mæt logh scal land byggæs“. Svo þetta er bara eitthvað samnorrænt eitthvað!

Jæja. Ég hef annars ekkert á móti Dönum og þrái heitast af öllu að ganga í Hið konunglega fjelag á Íslandi og öðlast titilinn lúðurþeytari. Hvar gerir maður það?

fimmtudagur, maí 06, 2004

Nokkrar athuganir í tilefni dagsins

* Í 10-11-búðinni í Austurstrætinu (eða Ræsinu, eins og innanbúðarmenn munu kalla þann stað) er frístandandi rekki með jarðarberjum. Á honum er stórt skilti sem á stendur: Vínber, 499 kr. kg

* Ég hef aldrei séð jafnmikla heiðríkju yfir Menntaskólanum í Reykjavík og í dag. Hún var þar að innan sem utan.

* Það er meðal æðstu takmarka minna að finna lyktina af Konungsbók Eddukvæða.

* Ég veit ekki hvað þetta er með mig og Lady Macbeth. Hún er bara svo, svo ...

* Ég hef komist að því að upphafsstefið í Kontrapunktinum mínum, Jong pörsons gæd tú ðe orkestra eftir Britten, kom svolítið bjagað út í útsendingunni. Þegar ég ber saman upprunalega fælinn í tölvunni minni og útsendingarfælinn heyri ég að radíókvalítetið er ekki jafngott og orgínalinn. En ég hefði svo sem getað sagt mér það sjálfur.

* Það er ógeðsleg ógeðsleg ógeðsleg hlandlykt við tölvurnar á fimmtu hæð Borgarbókasafnsins við Tryggvagötu. Ég hef ekki fundið svona viðbjóð síðan síðasta sumar í Barcelona. Koma rónar þangað inn og míga á sig?

* Fyrsta embættisverk mitt hér á BGB í dag var ekki að lána út barnaspóluna Barbie as Rapunzel eins og ég spáði fjálglega í votta viðurvist í dag, heldur varð teiknimyndin Villti folinn þess heiðurs aðnjótandi.

* Síteringar í Macbeth eiga nánast við hvenær sem er, í hvaða sitúasjón sem er.

* Einn daginn, ó einn daginn ...

þriðjudagur, maí 04, 2004

Spurning um harmóneringu

Það er ekki hægt að hlusta á píanókonsert eftir Mozart í es-dúr og lesa Macbeth á sama tíma. Þetta eru tveir pólar sem eiga ekki saman. Svona eins og að berja ömmu þína og syngja Atti-katti-nóa á meðan.
Prófs-æl

Anna Tryggvadóttir tilfærir prófsógleðisögu á síðunni sinni. Ég varð fyrir svipaðri reynslu í (skemmtilega leiðbeiningaröddin sem var alltaf á samræmduprófaspólunum tekur við) samræmdu grunnskólaprófi í dönsku árið 2000 (rödd lýkur). Sú saga er hins vegar svo ógeðsleg og svæsin að ég veigra mér eiginlega við að segja frá henni á opinberum vettvangi. Hún toppar þó sögu Önnu nokkuð örugglega.

mánudagur, maí 03, 2004

Maður stendur við sín prinsipp

Ég lifi eftir nokkrum vel völdum maxímum. Eitt er til dæmis fleyg orð Jorge Luis Borges, „El fútbol es popular porque la estupidez es popular,“ fótbolti er vinsæll því heimska er vinsæl.

Um daginn átti ég í samræðum við sjö ára gamalt barn sem sat á hjóli. Það var í gulri úlpu og með ljósgrænan hjálm á höfði. Það var rjótt í kinnum og spurði mig af ákefð: „Með hvaða liði heldurðu í fótbolta? Heldurðu ekki með UMFB?“ (= Ungmennafélag Bessastaðahrepps.) Að sjálfsögðu hvika ek eigi frá mínum lífsdogmata og hreytti úr mér löturhægt og ískalt: „Ég fylgist ekki með fótbolta vegna þess að það er heimskuleg íþrótt og þeir sem stunda hana eða hafa áhuga á henni eru heimskingjar.“

Þá sá ég barnið brotna saman andlega fyrir framan mig og segja ofan í sig: „En við vorum að vinna 6-1 og það er ekkert heimskulegt.“ Síðan hjólaði það ofurhægt í burtu frá mér. Það ískraði svolítið í keðjunni.

En mér er alveg sama vegna þess að ég hef hjarta úr steini!!!! ÚR STEINI!!!! HAHAHAHAHAHAHAHAHAHA!

sunnudagur, maí 02, 2004

Heimildavinna og framtíðarsýn Jóns Ólafssonar

Við komumst að því í sögu í vetur að Jón Ólafsson, ævintýramaður par excellence, hefði flúið til Bandaríkjanna árið 1873 og komist þar í kynni við Ulysses Grant forseta. Jón hafði mikinn áhuga á Vesturheimsferðum Íslendinga og fór í leiðangur til Alaska að kanna svæðið með tilliti til landnáms, en Bandaríkjamenn keyptu það af Rússum árið 1867 fyrir kúk og kanil.

Jón skilaði skýrslu þar sem hann taldi Kodiak-eyju úti fyrir suðurströnd Alaska afar hentuga til stórfellds landnáms Íslendinga. Úr því varð þó aldrei. Þegar ég var að lesa undir sögupróf varð ég forvitinn um þessa Kodiak-eyju og leitaði mér upplýsinga um hana. Kemur þá í ljós að þetta er lítil, köld, harðbýl, vogskorin og afskekkt eyja sem var aðalbækistöð rússneskra sjómanna. Stærsti bærinn á eyjunni, Kodiak, var nánast rústir einar eftir mikinn jarðskjálfta og tsunami-flóðbylgju (!) sem skullu á honum árið 1792 og síðan aftur 1964. Á eyjunni eru mikil öskulög eftir eldgos sem þar varð 1912.

VORU ÍSLENDINGARNIR EKKI AÐ FLÝJA ÞETTA, JÓN ÓLAFSSON? HVAÐ VARSTU EIGINLEGA AÐ HUGSA?


Júrópopp

Ég dett alltaf úr karakter og fæ óstjórnlega mikinn áhuga á júrópoppi einu sinni á ári í kringum Eurovision. Það er svo gaman að heyra (og sjá) fólk gera sig að fífli. En það er líka gaman að þjóðlegu lögunum og málunum sem fólk syngur á.

Ég held með Andorra í ár því að þarlendir syngja á katalónsku.
Nagli

Djöfulshelvítis nagli var Lady Macbeth! Fyrr má nú aldeilis fyrr vera:

[...] I have given suck, and know
How tender 't is to love the babe that milks me:
I would, while it was smiling in my face,
Have plucked my nipple from his boneless gums,
And dashed the brains out, had I so sworn as you
Have done to this.

(1. VII. 54–59)

A sexy beast in her evil, she was. Ég er þeirrar skoðunar að hún hafi verið á bak við þetta allt saman, enda var maðurinn hennar vingull sem var alltaf að missa móðinn. Hann hafði viljann en skorti getuna. Hvað gerist þá? Lady Macbeth kemur og heldur þrumandi ræðu eins og ári úr víti og herðir hann til ódæðisins.

Köld eru kvennaráð.